Helgi hættur á Heimildinni Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2024 15:41 Helgi Seljan er hættur á Heimildinni. Hann ætlar að taka sér frí frá blaðamennsku. Sem er skarð fyrir skildi, Helgi hefur um árabil verið einn þekktasti blaðamaður landsins. vísir/vilhelm Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. „Ég held að ég sé nú, um þessar mundir, búinn að vera í tuttugu ár í blaðamennsku. Þanneginn að … eins og stjórnmálamennirnir myndu segja: Kominn tími til að stíga út og hleypa fersku blóði að. En já. Ég er að hætta að vinna hérna á Heimildinni. Það þýðir ekki að ég muni aldrei skrifa aftur en það verður þá einhvern tímann seinna.“ Áhrif frá Hemingway alltaf til staðar Helgi segir brotthvarf sitt, þar sem hann hefur gegnt stöðu rannsóknarritstjóra, sé í góðu og engin leiðindi sem því fylgi. Hann henti ekki kaffibollanum í Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur ritstjóra og skellti hurðum? „Nei, gerði það ekki. Enda myndi ég ekki þora því. Ingibjörg væri líkleg til að grípa hann. Sko, þetta þýðir ekki að ég sé að fara í einhverjar djúpar innri pælingar. Þetta er bara spurning um að prófa að stíga út og athuga hvort ég vilji fara að gera eitthvað allt annað. Helgi segist ekki vita hvað taki við. Hann ætlar að bræða það með sér, kannski skellir hann sér í öldungadeildina eða til sjós.vísir/vilhelm Ég finn mér eitthvað að gera, vonandi kemst ég eitthvað á sjóinn eða ég nefni það til dæmis. Ekki endilega eins og það sé fullt talhólfið mitt af atvinnutilboðum frá skipstjórum, með fullri virðingu, en ég hef stokkið í túr og túr fyrir austan og mér finnst það mjög skemmtilegt. Meðan ég er ekki fyrir er gaman að halda því áfram.“ Frekar matsjó? „Það er náttúrlega, og auðvitað, einhver Hemingwaysk-taug í manni. Sem á sér örugglega rót í einhverri minninmáttarkennd eins og með Hemingway sem var allt sitt líf að bæta fyrir það að hafa verið settur í kjól af mömmu sinni. Þetta var líka eitthvað, í því samfélagi þar sem ég bjó og ólst upp í, þá var þetta ekki endilega eitthvað matsjó heldur lá beint við. Þeir eru ekki taldir í þúsundum lítrarnir sem ég hef sprænt í sjó en ég var náttúrlega, áður en ég byrjaði að starfa sem blaðamaður, á sjónum. Og hef frá 2008 verið að skjótast túr og túr.“ Líkfundarmálið olli straumhvörfum Helgi segir það föður hans að þakka, eða kenna eftir atvikum, að hann flæktist í blaðamennskuna. „Það var auglýst eftir blaðamanni á Austurgluggann og hann sagði mér að sækja um. Ég var búinn að vera þar í ár og þá kemur upp Líkfundarmálið. Það og nokkur önnur mál sem ég fjallaði um þar voru partur af einhverju sem náði út fyrir fjórðunginn. Þá fékk ég strax mikinn áhuga á þessu.“ Og hlutirnir gerðust hratt. Mikael Torfason sem þá var ritstjóri DV hringdi í Helga og vildi fá hann inn á gólf til sín. „Já, ég fór að vinna sumarvinnu á DV. Eftir það skaust ég austur, pakkaði niður og flutti í bæinn. Og hélt áfram. Ég hafði mjög takmarkaðan metnað í lífinu almennt. Og hafði á þessum tíma hóflegar væntingar til þess og engar sérstakar pælingar um hvað ég vildi verða. Og enn er ég ekkert viss um það. En það er allskonar sem mig langaði til að prófa. Svo er enn. Kannski að maður skelli sér í öldungadeildina í haust?“ Ævintýralega litríkur ferill Ferill Helga hefur verið einstaklega litríkur. Hann starfaði á DV, fór þaðan yfir á Talstöðina sem var útvarpsstöð sem 365 ráku, þá á Stöð 2 og svo var hann kominn á RÚV áður en maður gat deplað auga. „Það voru rosalegar hræringar á þessum tíma og verið að stofna fjölmiðla og leggja niður hægri vinstri. Ég fór að vinna á RÚV og það var klárlega viðburðaríkt. Og áhugavert að hafa fengið og tekið þátt í að fjalla um stór mál. Ég hef alltaf haft góða yfirmenn sem hafa treyst mér og trúað á mig. Gefið mér tækifæri.“ Blaðamaðurinn Helgi Seljan er fyrir bý í bili. Blaðamannahatturinn og rykfrakkinn eru á leið inn í skáp.vísir/vilhelm Helgi og undirritaður blaðamaður Vísis voru saman á þessu skeiði á DV og áður en maður vissi af var Helgi kominn í jakkaföt og farinn að yfirheyra af hörku ráðamenn við Kastljósborð Ríkissjónvarpsins. „Já, ég held að ég hafi upplifað þetta svona sjálfur. Ég hef aldrei pælt í þessu en allt í einu búið að dressa mig upp í jakkaföt og ég með undurmjúka rödd Egils Eðvaldssonar í eyranum að segja að segja „klipp“. Nei, ég sá þetta einhvern veginn ekki fyrir.“ Þetta er í raun ótrúlegur ferill? „Já, og ég er alls ekki að segja að þetta sé búið. Ég hef lengi ætlað mér að taka pásu. Og mér hefur alltaf lagst eitthvað til. Þannig að ég veit ekki hvað gerist núna.“ Engin tengsl milli Skæruliðadeilarmálsins og þess að hann hætti á RÚV Ég verð að spyrja þig út í mál sem ekki vill deyja, sem varðar Skæruliðadeild Samherja; byrlunar- símastuldsmálið eða hvað á að kalla það. Er eitthvað samasemmerki milli þess og því að þú hættir á RÚV? „Það er ekki eina samsærið, brigslin hafa verið ævintýraleg,“ segir Helgi og veit ekki hversu djúpt hann á að hætta sér í það mál. „Auðvitað er það tóm þvæla að einhverjar breytingar á högum okkar Aðalsteins Kjartanssonar eða Rakelar Þorbergsdóttur eða Þóru Arnórsdóttur eða yfirleitt nokkurs hafi haft neitt með þetta að gera. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvaða vægi allt þetta bull hefur í sjálfu sér.“ En af hverju fórstu frá RÚV? „Ég var bara á þeim tímapunkti, eftir að Aðalsteinn hætti og það var búið að ganga frá því löngu áður en þessi Skæruliðadeild kom upp, við vissum við ekki af umfangi alls þessa, að mér fannst ágætt komið þar. Viðbrögð stofnunarinnar sátu í mér, eftir að Samherjaskjölin komu út. Helgi segir nákvæmllega engin tengsl milli þess sem kallað hefur verið símastulds- og byrlunarmáls og þess að hann hætti á RÚV. Né nokkur annar ef því er að skipta.vísir/vilhelm En ég var ekkert reiður og skellti engum hurðum, mig langaði bara til að prófa að fara aftur í blaðamennsku. Físískt að skrifa í blað. Og mér fannst bara … það var fyrst og fremst eitthvað sem ég var búinn að melta með sjálfum mér og fannst skemmtilegt að prófa aftur.“ Segir Heimildina standa traustum fótum Og þar starfar þú undir titlinum rannsóknarritstjóri? Hvað er það? „Þetta var náttúrlega,“ segir Helgi og hrærir í kaffibollanum sínum. „… sko, þetta konsept er þekkt erlendis frá. Þá heitir þetta að vera „Investigator Editor“, en það þýðist illa á íslensku. Og kannski fullháfleygt til að lýsa starfi blaðamanns.“ Ekki er laust við að það sé grallaralegur svipur á Helga þegar hann reynir að lýsa þessu. „En ég er mjög þakklátur fyrir það sem ég hef fengið að gera hér og hef gert. Burtséð frá því þó við höfum valið á mig fyndinn titill.“ En er einhver undirtexti í titlinum, einhver vísun til dæmis í Þorstein Má og Samherja? „Nei, það var nú bara eitthvað grín. En það hefði svo sem ekki skipt neinu máli hvaða titil ég hefði tekið mér, hann hefði alltaf verið settur innan gæsalappa einhvers staðar.“ Helgi og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, þarna í réttarsal. Löngum hefur andað köldu milli þeirra tveggja sem sýnir sig svo um munar á þessari mynd.vísir/egill Nýlega hvarf Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar á braut, hann er kominn í framboð fyrir Samfylkinguna og nú þú. Er að fjara undan Heimildinni? „Nei. Mér finnst þetta ekki nein sérstök tímamót þó ég sé að breyta til. Það er fáránlega vel mönnuð ritstjórn á Heimildinni þó hún hafi tekið breytingum. Rosalega öflugir blaðamenn, eða blaðakonur svo þú getir nú fengið að skrifa það orð. Nei, ég held að það stórsjái nú ekkert á Heimildinni þó ég fari og bara alls ekki.“ Margir spurt en enginn hvatt Helga til að fara í framboð En það hlýtur að muna um menn eins og Þórð Snæ? „Doddi var mjög öflugur. Og verður gaman að sjá hvernig þetta aktar sig hjá honum. Hann er ekki fyrsti samstarfsmaður minn sem fer þessa leið. Sigmar Guðmundsson fór líka og mér finnst hann hafa verið til fyrirmyndar. Hann er mjög góður og fylginn sér, sanngjarn og sannarlega fylgt eftir og haldið á lofti málum sem aðrir hafa ekki verið að gera. Helgi segist ekki vera að fara í framboð, það hefur verið mikið hringt, mikið spurt en hins vegar hefur enginn hvatt hann til að bjóða sig fram. Helgi les sitt í það.vísir/vilhelm Ég held að Doddi geti líka nýst vel inni á þingi, hann er drulluklár, en ég vil helst ekki að hann viti að mér finnist það. En eins og Hjörvar Hafliðason segir: Þetta eru fyrst og fremst góðar manneskjur.“ En þá að lokum spurningin sem brennur á flestum: Ertu að fara í framboð? „Nei, ég er alls ekki að fara í framboð. Ekki af því að mér finnist það fyrir neðan virðingu mína. Mér finnst flott að sem flestir sem áhuga hafa á og hafa annars konar bakgrunn en þann að hafa alist upp í pólitík, fari fram. Ég ber fulla virðingu fyrir því en ég er ekki rétti maðurinn í þetta. Hins vegar hafa margir spurt mig hvort ég sé að fara í framboð, en á móti kemur að það hefur enginn hvatt mig til þess. Þannig að ég les líka svolítið í það.“ Tímamót Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
„Ég held að ég sé nú, um þessar mundir, búinn að vera í tuttugu ár í blaðamennsku. Þanneginn að … eins og stjórnmálamennirnir myndu segja: Kominn tími til að stíga út og hleypa fersku blóði að. En já. Ég er að hætta að vinna hérna á Heimildinni. Það þýðir ekki að ég muni aldrei skrifa aftur en það verður þá einhvern tímann seinna.“ Áhrif frá Hemingway alltaf til staðar Helgi segir brotthvarf sitt, þar sem hann hefur gegnt stöðu rannsóknarritstjóra, sé í góðu og engin leiðindi sem því fylgi. Hann henti ekki kaffibollanum í Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur ritstjóra og skellti hurðum? „Nei, gerði það ekki. Enda myndi ég ekki þora því. Ingibjörg væri líkleg til að grípa hann. Sko, þetta þýðir ekki að ég sé að fara í einhverjar djúpar innri pælingar. Þetta er bara spurning um að prófa að stíga út og athuga hvort ég vilji fara að gera eitthvað allt annað. Helgi segist ekki vita hvað taki við. Hann ætlar að bræða það með sér, kannski skellir hann sér í öldungadeildina eða til sjós.vísir/vilhelm Ég finn mér eitthvað að gera, vonandi kemst ég eitthvað á sjóinn eða ég nefni það til dæmis. Ekki endilega eins og það sé fullt talhólfið mitt af atvinnutilboðum frá skipstjórum, með fullri virðingu, en ég hef stokkið í túr og túr fyrir austan og mér finnst það mjög skemmtilegt. Meðan ég er ekki fyrir er gaman að halda því áfram.“ Frekar matsjó? „Það er náttúrlega, og auðvitað, einhver Hemingwaysk-taug í manni. Sem á sér örugglega rót í einhverri minninmáttarkennd eins og með Hemingway sem var allt sitt líf að bæta fyrir það að hafa verið settur í kjól af mömmu sinni. Þetta var líka eitthvað, í því samfélagi þar sem ég bjó og ólst upp í, þá var þetta ekki endilega eitthvað matsjó heldur lá beint við. Þeir eru ekki taldir í þúsundum lítrarnir sem ég hef sprænt í sjó en ég var náttúrlega, áður en ég byrjaði að starfa sem blaðamaður, á sjónum. Og hef frá 2008 verið að skjótast túr og túr.“ Líkfundarmálið olli straumhvörfum Helgi segir það föður hans að þakka, eða kenna eftir atvikum, að hann flæktist í blaðamennskuna. „Það var auglýst eftir blaðamanni á Austurgluggann og hann sagði mér að sækja um. Ég var búinn að vera þar í ár og þá kemur upp Líkfundarmálið. Það og nokkur önnur mál sem ég fjallaði um þar voru partur af einhverju sem náði út fyrir fjórðunginn. Þá fékk ég strax mikinn áhuga á þessu.“ Og hlutirnir gerðust hratt. Mikael Torfason sem þá var ritstjóri DV hringdi í Helga og vildi fá hann inn á gólf til sín. „Já, ég fór að vinna sumarvinnu á DV. Eftir það skaust ég austur, pakkaði niður og flutti í bæinn. Og hélt áfram. Ég hafði mjög takmarkaðan metnað í lífinu almennt. Og hafði á þessum tíma hóflegar væntingar til þess og engar sérstakar pælingar um hvað ég vildi verða. Og enn er ég ekkert viss um það. En það er allskonar sem mig langaði til að prófa. Svo er enn. Kannski að maður skelli sér í öldungadeildina í haust?“ Ævintýralega litríkur ferill Ferill Helga hefur verið einstaklega litríkur. Hann starfaði á DV, fór þaðan yfir á Talstöðina sem var útvarpsstöð sem 365 ráku, þá á Stöð 2 og svo var hann kominn á RÚV áður en maður gat deplað auga. „Það voru rosalegar hræringar á þessum tíma og verið að stofna fjölmiðla og leggja niður hægri vinstri. Ég fór að vinna á RÚV og það var klárlega viðburðaríkt. Og áhugavert að hafa fengið og tekið þátt í að fjalla um stór mál. Ég hef alltaf haft góða yfirmenn sem hafa treyst mér og trúað á mig. Gefið mér tækifæri.“ Blaðamaðurinn Helgi Seljan er fyrir bý í bili. Blaðamannahatturinn og rykfrakkinn eru á leið inn í skáp.vísir/vilhelm Helgi og undirritaður blaðamaður Vísis voru saman á þessu skeiði á DV og áður en maður vissi af var Helgi kominn í jakkaföt og farinn að yfirheyra af hörku ráðamenn við Kastljósborð Ríkissjónvarpsins. „Já, ég held að ég hafi upplifað þetta svona sjálfur. Ég hef aldrei pælt í þessu en allt í einu búið að dressa mig upp í jakkaföt og ég með undurmjúka rödd Egils Eðvaldssonar í eyranum að segja að segja „klipp“. Nei, ég sá þetta einhvern veginn ekki fyrir.“ Þetta er í raun ótrúlegur ferill? „Já, og ég er alls ekki að segja að þetta sé búið. Ég hef lengi ætlað mér að taka pásu. Og mér hefur alltaf lagst eitthvað til. Þannig að ég veit ekki hvað gerist núna.“ Engin tengsl milli Skæruliðadeilarmálsins og þess að hann hætti á RÚV Ég verð að spyrja þig út í mál sem ekki vill deyja, sem varðar Skæruliðadeild Samherja; byrlunar- símastuldsmálið eða hvað á að kalla það. Er eitthvað samasemmerki milli þess og því að þú hættir á RÚV? „Það er ekki eina samsærið, brigslin hafa verið ævintýraleg,“ segir Helgi og veit ekki hversu djúpt hann á að hætta sér í það mál. „Auðvitað er það tóm þvæla að einhverjar breytingar á högum okkar Aðalsteins Kjartanssonar eða Rakelar Þorbergsdóttur eða Þóru Arnórsdóttur eða yfirleitt nokkurs hafi haft neitt með þetta að gera. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvaða vægi allt þetta bull hefur í sjálfu sér.“ En af hverju fórstu frá RÚV? „Ég var bara á þeim tímapunkti, eftir að Aðalsteinn hætti og það var búið að ganga frá því löngu áður en þessi Skæruliðadeild kom upp, við vissum við ekki af umfangi alls þessa, að mér fannst ágætt komið þar. Viðbrögð stofnunarinnar sátu í mér, eftir að Samherjaskjölin komu út. Helgi segir nákvæmllega engin tengsl milli þess sem kallað hefur verið símastulds- og byrlunarmáls og þess að hann hætti á RÚV. Né nokkur annar ef því er að skipta.vísir/vilhelm En ég var ekkert reiður og skellti engum hurðum, mig langaði bara til að prófa að fara aftur í blaðamennsku. Físískt að skrifa í blað. Og mér fannst bara … það var fyrst og fremst eitthvað sem ég var búinn að melta með sjálfum mér og fannst skemmtilegt að prófa aftur.“ Segir Heimildina standa traustum fótum Og þar starfar þú undir titlinum rannsóknarritstjóri? Hvað er það? „Þetta var náttúrlega,“ segir Helgi og hrærir í kaffibollanum sínum. „… sko, þetta konsept er þekkt erlendis frá. Þá heitir þetta að vera „Investigator Editor“, en það þýðist illa á íslensku. Og kannski fullháfleygt til að lýsa starfi blaðamanns.“ Ekki er laust við að það sé grallaralegur svipur á Helga þegar hann reynir að lýsa þessu. „En ég er mjög þakklátur fyrir það sem ég hef fengið að gera hér og hef gert. Burtséð frá því þó við höfum valið á mig fyndinn titill.“ En er einhver undirtexti í titlinum, einhver vísun til dæmis í Þorstein Má og Samherja? „Nei, það var nú bara eitthvað grín. En það hefði svo sem ekki skipt neinu máli hvaða titil ég hefði tekið mér, hann hefði alltaf verið settur innan gæsalappa einhvers staðar.“ Helgi og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, þarna í réttarsal. Löngum hefur andað köldu milli þeirra tveggja sem sýnir sig svo um munar á þessari mynd.vísir/egill Nýlega hvarf Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar á braut, hann er kominn í framboð fyrir Samfylkinguna og nú þú. Er að fjara undan Heimildinni? „Nei. Mér finnst þetta ekki nein sérstök tímamót þó ég sé að breyta til. Það er fáránlega vel mönnuð ritstjórn á Heimildinni þó hún hafi tekið breytingum. Rosalega öflugir blaðamenn, eða blaðakonur svo þú getir nú fengið að skrifa það orð. Nei, ég held að það stórsjái nú ekkert á Heimildinni þó ég fari og bara alls ekki.“ Margir spurt en enginn hvatt Helga til að fara í framboð En það hlýtur að muna um menn eins og Þórð Snæ? „Doddi var mjög öflugur. Og verður gaman að sjá hvernig þetta aktar sig hjá honum. Hann er ekki fyrsti samstarfsmaður minn sem fer þessa leið. Sigmar Guðmundsson fór líka og mér finnst hann hafa verið til fyrirmyndar. Hann er mjög góður og fylginn sér, sanngjarn og sannarlega fylgt eftir og haldið á lofti málum sem aðrir hafa ekki verið að gera. Helgi segist ekki vera að fara í framboð, það hefur verið mikið hringt, mikið spurt en hins vegar hefur enginn hvatt hann til að bjóða sig fram. Helgi les sitt í það.vísir/vilhelm Ég held að Doddi geti líka nýst vel inni á þingi, hann er drulluklár, en ég vil helst ekki að hann viti að mér finnist það. En eins og Hjörvar Hafliðason segir: Þetta eru fyrst og fremst góðar manneskjur.“ En þá að lokum spurningin sem brennur á flestum: Ertu að fara í framboð? „Nei, ég er alls ekki að fara í framboð. Ekki af því að mér finnist það fyrir neðan virðingu mína. Mér finnst flott að sem flestir sem áhuga hafa á og hafa annars konar bakgrunn en þann að hafa alist upp í pólitík, fari fram. Ég ber fulla virðingu fyrir því en ég er ekki rétti maðurinn í þetta. Hins vegar hafa margir spurt mig hvort ég sé að fara í framboð, en á móti kemur að það hefur enginn hvatt mig til þess. Þannig að ég les líka svolítið í það.“
Tímamót Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira