Sagðir hafa fundið um 1.500 skilaboð milli Þorsteins og Jóhannesar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 08:05 Þorsteinn Már Baldvinsson og Jóhannes Stefánsson. Héraðssaksóknara hefur tekist að endurheimta um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið. Samherjaskjölin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið.
Samherjaskjölin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira