Fá að leita í innrituðum farangri farþega að þeim fjarstöddum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 06:46 Ef leitað er í farangri farþega að þeim fjarstöddum skal engu að síður tilkynna að leitin hafi farið fram. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra kveður á um að tollgæslu verði heimilt að leita í innrituðum farangri farþega og áhafnar að eigandanum fjarstöddum. Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“ Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mun þetta aðeins verða heimilt þegar „það leiðir til óhóflegra tafa eða annarra erfiðleika að [eigandinn] sé viðstaddur leitina“. Þá segir að upplýsa eigi viðkomandi um að tollskoðun hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur. Frumvarpið fjallar um fjölda breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld en í skýringum er umrædd breyting útskýrð nánar. Þar segir meðal annars að óhóflegar tafir séu tafir sem gætu valdið því að viðkomandi missir af flugi eða að tafir yrðu gagnvart flugfélagi en „aðrir erfiðleikar“ séu meðal annars að ekki takist að hafa uppi á viðkomandi t.d. á háannatíma eða vegna annarra aðstæðna. „Tollgæslu ber að beita þessari heimild sinni til leitar af varúð og upplýsa viðkomandi um að leit hafi farið fram ef hann hefur ekki verið viðstaddur leitina. Ein leið til þess er að setja kvittun í farangur þar sem fram kemur að leit hafi farið fram og að lagaheimild sé fyrir leitinni,“ segir enn fremur í skýringunum. Munu geta valið röntgenmynd frekar en líkamsleit Í frumvarpinu er einnig lagt til að heimilt verði að nota „lágskammta röntgenskanna við líkamsleit, að fengnu samþykki viðkomandi. Ekki er um að ræða skanna sem teknir hafa verið í notkun á sumum flugvöllum og sýna útlínur líkamans og það sem leynist undir fatnaði, heldur tæki sem tekur einfaldar röntgenmyndir af beinagrind og innri rýmum líkamans. „Um er að ræða tæki sem verður staðsett í sérstöku stjórnherbergi á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi gengur í gegnum hlið með röntgengeislun. Áætluð geislun sem farþegi yrði fyrir við gegnumlýsingu er 0,25 micro Sivert. Aðeins búkur yrði skannaður,“ segir í skýringum. Tækið yrði notað til að framkvæma „nákvæma leit“, sem hingað til hefur falið það í sér að farþeginn hefur þurft að afklæðast. „Með framangreindri tillögu er ætlunin að heimila nýja eftirlitsaðferð með notkun búnaðar við nákvæma leit sem ætla má að feli í sér minna inngrip í persónufrelsi einstaklinga. Með samþykki er átt við að notkun röntgenskannans byggist á frjálsri þátttöku farþegans. Farþegi getur ávallt neitað að fara í röntgenskannan og í kjölfarið myndi hefðbundið tolleftirlit halda áfram eins og þurfa þykir.“
Persónuvernd Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira