Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Kostnaður við áheitasöfnun nam 23 milljónum frá 2012

Íslandsbanki tilkynnti um helgina að ekki yrði lengur tekið af söfnunarfé til að standa undir kostnaði eftir gagnrýni nokkurra hlaupara. Mun bankinn framveigis greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina.

Kirkjan fordæmir herferð Duterte

Kaþólska kirkjan á Filippseyjum fordæmdi í gær herferð forsetans Rodrigo Duterte gegn eiturlyfjafíklum, -sölum, -framleiðendum og -smyglurum. Herferðin hefur kostað að minnsta kosti 3.500 lífið og drepur lögregla grunaða án dóms og laga.

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

Hamur karlfuglsins sem drepinn var í Eldey fyrir nærri tveimur öldum fannst á náttúrufræðisafni í Brussel. Álfheiður Ingadóttir segir að um stórfrétt sé að ræða. Kvenfuglinn er ekki fundinn en vísbendingar eru um að hann sé í Cincinnati.

Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld

Íslamska ríkið vill að Spánverjar dragi sig úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Fjórtán eru nú látnir eftir árásina á Römblunni í Barcelona. Lögregla fann tuttugu gastanka, útbúna til þess að nota í stórum árásum á Barcelona.

Hryllingur í Barcelona

Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir.

Vilja friðhelgi fyrir forsetafrú

Ríkisstjórn Simbabve hefur beðið yfirvöld í Suður-Afríku um diplómatafriðhelgi fyrir Grace Mugabe, eiginkonu forsetans Roberts Mugabe. Forsetafrúin hefur verið kærð fyrir líkamsárás í Suður-Afríku en tvítug suðurafrísk kona sakar hana um að hafa ráðist á sig með rafmagnskapli.

Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana

Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville.

Sjá meira