Minnst 22 látnir eftir eldsvoða í rafhlöðuverksmiðju Minnst 22 létust þegar eldur kviknaði í verksmiðju sem framleiðir liþínrafhlöður nærri bprginni Seoul í Suður-Kóreu í dag. 24.6.2024 18:08
Þakklát eftir fund með „viljugum“ Bjarna Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem síðustu daga hefur vakið athygli bágri stöðu nýbakaðra foreldra í tengslum við leiksólapláss og fæðingarorlof, átti fund með forsætisráðherra í dag og fór yfir stöðuna. 24.6.2024 16:58
Grikkir fengu verðlaun í nafni Vigdísar Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. 24.6.2024 15:56
Eldgosinu lauk á laugardaginn Eldgosinu við Sundhnúk lauk á laugardaginn. Landris við Svartsengi er þegar hafið á ný og að mati náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni er atburðarásin svipuð þeirri sem áður hefur sést milli gosa. 24.6.2024 15:43
Starfsmennirnir útskrifaðir af sjúkrahúsi en starfsfólk harmi slegið Framkvæmdastjóri endurvinnslufyrirtækisins Pure North segir lukka að ekki varð manntjón þegar eldur kviknaði í starfsstöð fyrirtækisins í nótt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoðann en eru að hans sögn báðir útskrifaðir. 21.6.2024 16:22
Minnkandi virkni í gígnum bendi til gosloka á næstunni Á myndum sem teknar voru í morgun í drónaflugi Almannavarna sést að virkni í gígnum við Sýlingarfell fer minnkandi. 21.6.2024 15:34
„Það er heilmikil kæling af þessu“ Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli. 21.6.2024 15:14
Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21.6.2024 13:46
Spilafíklar geti lokað á fjárhættuspil hjá Indó Sparisjóðurinn Indó býður nú viðskiptavinum sínum að loka á fjárhættuspil. Þau sem kjósi að virkja lokunina muni ekki geta notað debetkortið sitt á veðmála- og fjárhættuspilavefsíðum né á flestum sölustöðum spilakassa. 21.6.2024 11:42
Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 21.6.2024 11:11