Fjölmenningarsinnaður Framsóknarflokkur lykilspilið í borginni í vor Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að Framsókn verði lykilspilið fyrir þá kjósendur sem vilji breytingar í borginni í vor. Honum þótti leitt að heyra af ummælum formanns flokksins en hann segir að sá sé búinn að axla ábyrgð. 6.4.2022 19:32
Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6.4.2022 12:04
Ummæli Sigurðar óverjandi Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. 5.4.2022 20:38
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5.4.2022 15:01
„Greinilega persónulegur pirringur“ Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar. 5.4.2022 09:15
Klúðurslegt hjá Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ 4.4.2022 20:24
Söfnuðu stórfé þegar kvikmyndakempur í misgóðu formi tókust á Íslenskir kvikmyndargerðarmenn tóku höndum saman við erlenda í dag og söfnuðu á fjórðu milljón króna fyrir kvikmyndargerðarmann sem slasaðist við tökur um árið. Farin var óhefðbundin leið; þeir spiluðu fótbolta til fjáröflunar. 1.4.2022 23:01
Bein útsending: Baltasar fyrirliði í fótboltaleik við Heart of Stone fólk Góðgerðarfótboltaleikur þar lið skipað íslenskum kvikmyndagerðarhópi, undir forystu Baltasars Kormáks, gegn erlendu kvikmyndagerðarfólki fer fram á Fylkisvelli klukkan 13 í dag. Allur ágóði rennur til samstarfsmanns sem slasaðist við vinnu við gerð kvikmyndar fyrr á árinu. 1.4.2022 12:21
Biðlistar of langir: Fólk skilur ekki af hverju lífið snýst við í höndunum á þeim Heilbrigðisyfirvöld verða að auka fjárveitingar til málefna ADHD á Íslandi ef vinna á þeim gríðarlöngu biðlistum sem myndast hafa, segir formaður ADHD-samtakanna. 1.4.2022 11:57
Aðsókn í landsbyggðarstrætó hrynur: Miðinn á ellefu þúsund til Akureyrar Hraðlest á milli landshluta? Ekki í þessu lífi, segir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. Aftur á móti er boðuð alger endurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. 31.3.2022 23:01