Biðlistar of langir: Fólk skilur ekki af hverju lífið snýst við í höndunum á þeim Snorri Másson skrifar 1. apríl 2022 11:57 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld verða að auka fjárveitingar til málefna ADHD á Íslandi ef vinna á þeim gríðarlöngu biðlistum sem myndast hafa, segir formaður ADHD-samtakanna. Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31