Lífið

Söfnuðu stórfé þegar kvikmyndakempur í misgóðu formi tókust á

Snorri Másson skrifar

Íslenskir kvikmyndargerðarmenn tóku höndum saman við erlenda í dag og söfnuðu á fjórðu milljón króna fyrir kvikmyndargerðarmann sem slasaðist við tökur um árið. Farin var óhefðbundin leið; þeir spiluðu fótbolta til fjáröflunar.

Í stúkunni fylgdist Ólafur Björn Gunnarsson kvikmyndargerðarmaður með. 

Ólafur Björn Gunnarsson er enn í endurhæfingu eftir alvarlegt vinnuslys - keppt var í fótbolta til stuðnings Óla í dag.Aðsend mynd

Markmið dagsins var að safna fyrir Óla Björn, sem hefur ekki getað unnið frá því að hann lenti í slysi á tökustað fyrir The Witcher hér um árið. 

Hann fékk hlera í höfuðið og glímir enn við langvinnan heilahristing.

Í stuttu samtali við fréttastofu segist Óli Björn innilega þakklátur fyrir stuðninginn, kvikmyndargerðarfólk sé ein stór fjölskylda.

Söfnunin var á vegum Kökusneiðar, styrktarsjóðs kvikmyndargerðarmanna. 

Baltasar Kormákur var fyrirliði íslenska liðsins og keppinauturinn var erlent tökulið kvikmyndarinnar Heart of Stone. 

Baltasar ræddi við fréttastofu rétt fyrir leik og lýsti því að síðast hefði hann spilað knattspyrnu fyrir Neista frá Hofsósi árið 2006.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Baltasar fyrirliði í fótboltaleik við Heart of Stone fólk

Góðgerðarfótboltaleikur þar lið skipað íslenskum kvikmyndagerðarhópi, undir forystu Baltasars Kormáks, gegn erlendu kvikmyndagerðarfólki fer fram á Fylkisvelli klukkan 13 í dag. Allur ágóði rennur til samstarfsmanns sem slasaðist við vinnu við gerð kvikmyndar fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×