Rannsókn felld niður í máli Mbappé Saksóknari í Svíþjóð staðfesti í dag að rannsókn hefði verið hætt í máli franska fótboltamannsins Kylian Mbappé, sem grunaður var um nauðgun í Stokkhólmi í október. 12.12.2024 09:19
Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir Lille í gærkvöld, í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Manchester City er hins vegar í vanda eftir 2-0 tap gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. 12.12.2024 08:31
Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. 12.12.2024 08:00
„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. 12.12.2024 07:26
Aðstoðardómarinn grét eftir leik Það vakti mikla athygli í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld þegar ítalski aðstoðardómarinn Alessandro Giallatini sást fella tár og faðma þjálfara og leikmenn, eftir 3-2 útisigur Aston Villa gegn RB Leipzig. 11.12.2024 13:02
Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti Ólympíufarinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti sig af öryggi inn í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug, í Búdapest í morgun. 11.12.2024 10:10
Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Norski þjálfarinn Per-Mathias Högmo gæti orðið næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta og þar með fjórði erlendi Norðurlandabúinn á síðasta áratug til að stýra liðinu. 11.12.2024 09:26
Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Það var nóg skorað af mörkum á fyrra kvöldi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í þessari viku og nú má sjá mörk gærkvöldsins á Vísi. Liverpool, Real Madrid, Bayern München og fleiri voru í eldlínunni. 11.12.2024 09:00
Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. 11.12.2024 08:30
Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu. 11.12.2024 08:04