Glöð og stolt en mætir ekki á Ballon d'Or: „Hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst“ Glódís Perla Viggósdóttir þakkar liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu og Bayern München, eftir þann gríðarlega heiður að hafa verið tilnefnd fyrst Íslendinga til Gullboltans, eða Ballon d'Or. Hún verður önnum kafin með landsliðinu þegar þetta virtasta hóf fótboltans fer fram. 6.9.2024 08:00
Rifrildi úti á velli eftir úrslitaleik EM olli skilnaðinum Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata skildi við eiginkonu sína, fyrirsætuna Alice Campello, í ágúst. Nú hefur blaðakona greint frá því að rifrildi úti á velli, eftir úrslitaleik EM, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. 6.9.2024 07:31
„Verst að fólk haldi að ég sé með þjón“ Jessica Pegula er komin í undanúrslit Opna bandaríska mótsins í tennis en það er þó nokkuð sem að hefur angrað hana í gegnum tíðina. Það er þegar fólk heldur að hún sé ofdekruð bara vegna þess að pabbi hennar sé auðkýfingur. 5.9.2024 14:01
Krefst aðgerða gegn ofbeldi „afbrýðisamra kærasta“ Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“. 5.9.2024 13:34
Svona var fundur KSÍ fyrir fyrsta leik í Þjóðadeildinni Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli, daginn fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5.9.2024 12:23
Heimi var sagt að leyna því að hann væri tannlæknir Eftir tvo daga stýrir Heimir Hallgrímsson landsliði Írlands í sínum fyrsta leik, þegar það mætir Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni. The Sun fjallar um Heimi í dag og gerir mikið úr því að hann sé einnig tannlæknir. 5.9.2024 12:01
Heillaður af stráknum sem fór frá Chelsea til Liverpool Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha hefur þrátt fyrir ungan aldur verið til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum eftir að hann ákvað að fara frá Chelsea til Liverpool. 5.9.2024 10:31
„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5.9.2024 09:31
Var alltaf að fara á klósettið en komst í undanúrslit Karolina Muchova frá Tékklandi er komin í undanúrslit á Opna bandaríska mótinu í tennis, annað árið í röð. Sigurinn í 8-manna úrslitum var þó erfiður því Muchova þurfti sífellt að fara á klósettið eftir að hafa glímt við veikindi. 5.9.2024 09:02
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5.9.2024 08:30