fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Er skrambi góð á grillinu og segir humarpítsuna vera besta

Berglind Ólafsdóttir fjármálastjóri Hörpu er B týpan og á það því til að fara að búa til pestó, múslí eða sultu á kvöldin og enda þá með að fara of seint að sofa. Berglind segist skrambi góð á grillinu á sumrin og þar er það humarpítsa sem varð óvart til í Stykkishólmi um árið, sem er best.

„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“

„Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur.

Á það til að „Asana“ yfir sig og til í minni rigningu en meiri sól

Sigurður Svansson framkvæmdastjóri Sahara og einn stofnenda og eigenda, býr í Orlando með fjölskyldunni sinni og nýtir tímamismuninn klukkan fimm á morgnana fyrir símtöl til Íslands. Hann segir náttúrufegurðina á Íslandi magnaða en væri til í meiri sól og minni rigningu. Í Orlando er golfið áhugamál númer eitt.

Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“

„Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun.

Sjá meira