Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25.8.2019 19:15
Réttarmeinafræðingur segir lögreglu hafa átt þátt í dauða ungrar konu Foreldrar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Tveir lögreglumenn voru sakborningar í málinu. Í skýrslu réttarmeinarfræðings segir að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða konunnar. 24.8.2019 19:00
Aukning á kynferðisbrotum á Suðurnesjum: Hugsanlegt að fólk treysti sér í auknum mæli til að kæra Fjörutíu og tvö kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári, þar af átta nauðganir. Þetta eru næstum helmingi fleiri kynferðisbrot en árið á undan. 24.8.2019 13:44
Þrír Íslendingar nýskriðnir yfir tvítugt ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er enginn þeirra með neinn brotaferil á bakinu en ljóst að þeir eiga yfir höfði sér þungan dóm. 24.8.2019 12:21
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23.8.2019 18:30
Líður eins og þeim sé refsað fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn Konur sem eiga foreldri sem greinst hefur með MND furða sig á því að þær fái ekki sjúkdómatryggingu nema búið sé að undanskilja sjúkdóminn, þrátt fyrir að hann sé ekki ættgengur. Þeim líði eins og verið sé að refsa þeim fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn. Formaður MND félagsins gagnrýnir harðlega vinnubrögð tryggingafélagana og segir að þau hugsi ekki um velferð viðskiptavina sinna. 5.8.2019 23:15
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5.8.2019 18:30
Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. 4.8.2019 18:48
Sex hræ talin vera enn í fjörunni Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag. 4.8.2019 12:15
Rúm fjörutíu kíló falin í sérinnréttuðum hólfum í fólksbíl Tveir erlendir karlmenn voru í morgun úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna smygla um fjörtíu kílóum af hörðum efnum inn til landsins með Norrænu. 3.8.2019 18:33