Kaupfélag Skagfirðinga keypti lambahryggi af Fjallalambi til að bregðast við skorti Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. 30.7.2019 19:00
Fjórir fíkniefnahundar á þjóðhátíð Lögreglufulltrúi og yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi segja að löggæsla verði mikil um helgina. 30.7.2019 13:00
Starfsánægja mælist lág meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu: "Það er rosalegt álag á okkar fólki“ Óánægja er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar. Mannauðsstjóri segir engan undra að niðurstaðan sé þessi, en markmiðið sé að gera betur fyrir starfsfólkið sem vinni undir miklu álagi og standi sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður. 29.7.2019 19:00
22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29.7.2019 18:15
Segir greiðslufrest Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins ekki of langan Þorsteinn Einarsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, telur að greiðslufrestur athafnakonunnar Michele Ballarin á kaupum á eignum þrotabúsins hafi ekki verið of langur. 29.7.2019 14:13
Hátt í áttatíu vændiskonur í Reykjavík eru með virka auglýsingu á vændissölusíðu í dag Hátt í áttatíu vændiskonur í Reykjavík eru með virka auglýsingu á vændissölusíðu í dag. Þær voru um þrjátíu um áramótin. Konurnar segjast velja Reykjavík þar sem hærra verð fáist fyrir vændi hér en víða í Evrópu og þær upplifi sig öruggari. 26.7.2019 19:45
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26.7.2019 15:00
Lögmaður Ballarin segir að víst sé unnið að samningum við Dulles-flugvöll Fulltrúar flugvallarinar séu spenntir fyrir því að hýsa heimahöfn WOW-air. 26.7.2019 12:15
Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. 25.7.2019 19:00
Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25.7.2019 13:10