Bylting í skólakerfinu og flugfreyja sem eyddi húsnæðissparnaðinum í flugnám Menntamálaráðherra boðar nýtt og gríðarumfangsmikið matskerfi, sem taka á upp í grunnskólum á næsta skólaári. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. Viðskiptaráð segir einfalt að gera breytingar á kerfinu, það þurfi að taka upp samræmd próf á ný. 30.9.2024 18:00
Hvernig þingmenn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær? Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13. 30.9.2024 10:46
Umdeilt uppáhald arkitekts við Austurvöll Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri. 26.9.2024 17:06
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20.9.2024 18:42
Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19.9.2024 10:03
Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um. 12.9.2024 14:00
„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. 8.9.2024 22:08
Ópíóðar í fráveituvatni og einstakt samband stúlku og æðarfugls Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 8.9.2024 18:17
Snjókoma á Norðurlandi og ekki mælt með ferðalögum Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland vegna hvassviðris og talsverðrar snjókomu á mánudagskvöld og út þriðjudaginn. Samgöngutruflanir eru líklegar og Veðurstofan mælir ekki með ferðalögum. 8.9.2024 16:35
Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum Um 1.500 gestir lögðu leið sína í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn í gær á stórtónleika hljómsveitarinnar Skálmaldar. Skippuleggjandi segir stemninguna hafa verið ólýslanlega. 8.9.2024 14:04