LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Bronny James, sonur LeBrons, er kominn á blað í NBA. Hann skoraði sín fyrstu stig í deildinni þegar Los Angeles Lakers tapaði fyrir gamla liði pabba hans, Cleveland Cavaliers, 134-110. 31.10.2024 15:45
Haraldur hættir hjá Víkingi Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Víkings í fjórtán ár hefur Haraldur Haraldsson ákveðið að hætta hjá félaginu. 31.10.2024 11:17
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Eftir að hafa verið 25 stigum á eftir Víkingi í fyrra tryggði Breiðablik sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi sigur í úrslitaleik liðanna á sunnudaginn. En hvernig fóru Blikar að því að endurheimta titilinn? Tímabilið 2024 í Kópavoginum er meðal annars saga af upprisu leikmanna, lykilbreytingu á miðju tímabili, breyttum áherslum og draumaendi. 31.10.2024 10:00
Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Ákvörðun Ómars Inga Guðmundssonar að hætta sem þjálfari karlaliðs HK í fótbolta kom forráðamönnum félagsins á óvart. Þeir kveðjast honum þakklátir fyrir langan og farsælan tíma hjá HK. Leitin að nýjum þjálfara er hafin. 30.10.2024 15:02
Ten Hag vildi fá Welbeck til United Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, vildi fá Danny Welbeck aftur til liðsins í sumar og fyrrasumar. 30.10.2024 13:31
Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hefur mikinn áhuga á að eignast hlut í skoska fótboltaliðinu Celtic. Hann hefur hrifist af því að sem Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa gert hjá Wrexham. 30.10.2024 12:32
Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Paul Scholes, einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, er ekki alveg sannfærður um ágæti Rúbens Amorim sem félagið vill fá sem næsta knattspyrnustjóra. 30.10.2024 12:02
Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Brynjar Atli Ómarsson, sonur Dagnýjar Brynjarsdóttur, fyrirliða kvennaliðs West Ham United, leiddi fyrirliða karlaliðs félagsins inn á fyrir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn. West Ham vann leikinn og daginn eftir var knattspyrnustjóri United, Erik ten Hag, svo rekinn. 29.10.2024 16:46
Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Manchester United ætlar sér að ráða Rúben Amorim sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Sporting hefur staðfest áhuga United á honum og að félagið sé tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans. 29.10.2024 16:18
Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson spilar með félögum sínum í Melsungen gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann hlakkar til leiksins og að verja smá tíma á Íslandi. 29.10.2024 16:02