Hvassviðri á suðurströndinni næstu daga Gera má ráð fyrir að vindhraði nái allt að átján metrum á sekúndum með suðurströndinni eftir hádegi í dag og rigningu víða um land. 29.9.2022 06:52
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29.9.2022 06:23
Viðskiptavinir geti setið uppi með hundruð þúsunda króna reikning Bílaleigur landsins standa uppi með gríðarlegt tjón eftir fárviðri helgarinnar en margir bílar eru óökufærir. Bæði bílaleigurnar og viðskiptavinir bera kostnaðinn að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar en hann getur numið nokkrum milljónum króna. Þar af gætu óheppnir ferðamenn þurft að greiða hundruð þúsunda. 28.9.2022 12:03
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28.9.2022 09:23
Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. 28.9.2022 06:40
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27.9.2022 11:14
Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. 27.9.2022 09:11
Bæði Karl og Elísabet munu prýða breska mynt Mynt með andlitsmynd Karls Bretakonungs mun fara í umferð en mynt með andlitsmynd Elísabetar heitinnar Bretadrottningu verður einnig lögmætur gjaldmiðill. Þetta er í fyrsta sinn í rúm fimmtíu ár sem mynt með andliti bæði drottningar og konungs verða í umferð á sama tíma. 27.9.2022 08:26
Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað. 27.9.2022 07:35
Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27.9.2022 06:42