Viðskiptavinir geti setið uppi með hundruð þúsunda króna reikning Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. september 2022 12:03 Staðan var einna verst í Möðrudal þar sem fjölmargir skemmdir bílaleigubílar sátu fastir á laugardag. Aðsend/Vilhjálmur Vernharðsson Bílaleigur landsins standa uppi með gríðarlegt tjón eftir fárviðri helgarinnar en margir bílar eru óökufærir. Bæði bílaleigurnar og viðskiptavinir bera kostnaðinn að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar en hann getur numið nokkrum milljónum króna. Þar af gætu óheppnir ferðamenn þurft að greiða hundruð þúsunda. Rauð viðvörun var í gildi á Austurlandi á laugardag og sátu til að mynda tugir ferðamanna fastir í Möðrudal en veður var einnig mjög slæmt á Suðurlandi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, greindi frá því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að enn ætti eftir að ná almennilega utan um tjónið. „Við vitum svo sem sirka hversu margir bílar fóru mjög illa, það er að segja brotnuðu rúður og voru bara óökuhæfir eftir fárviðrið. Þeir voru fjórir eða fimm en síðan eru fullt af bílum sem fengu á sig mikinn sandblástur. Það voru kannski ekki brotnar rúður og slíkt en eru bara með ónýtt lakk og annað. Þetta eru eitthvað í kringum fimmtán bílar,“ sagði Steingrímur. Milljóna króna tjón á hvern bíl Bæði bílaleigan og viðskiptavinirnir bera kostnaðinn við tjónið en í tilfellum þar sem viðskiptavinir eru með sand- og öskufokstryggingu lendir tjónið á bílaleigunni. Altjón á bíl geti numið tveimur til þremur milljónum króna en meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Hann tekur sem dæmi Mercedes-Benz bíl sem skemmdist í fárviðrinu en nýr bíll kostar í kringum sautján til átján milljónir og tjónið þar með upp á fjórar eða fimm milljónir. Miðað er við að viðskiptavinurinn greiði þó ekki meira en milljón. „Mér sýnist alla vega miðað við þær upplýsingar sem við erum með núna, þá eru svona tveir þriðju að lenda á okkur og einn þriðji á kúnnum, sem við eigum síðan eftir að innheimta. Það gengur nú misvel af því að það er engin launung að það er ekkert auðvelt að sitja fyrir framan viðskiptavin sem lendir í svona fárviðri og reyna að rukka hann um háar fjárhæðir,“ segir Steingrímur. Reynt sé að innheimta kostnaðinn áður en fólk fer úr landi en annars sé reynt eftir fremsta megni að vinna með viðskiptavinum og tryggingarfélögum þeirra. „Í sumum tilfellum þá er þetta fólk tryggt erlendis og fær það bætt, og við erum í samstarfi og samskiptum við ferðaskrifstofurnar sem hafa selt þeim ferðina. Þannig við reynum að vinna þetta eins mjúkt eins og hægt er því þetta er náttúrulega bara ömurlegt fyrir alla aðila, bæði þá sem lenda í þessu og svo okkur,“ segir Steingrímur. Bílaleigur Tryggingar Óveður 25. september 2022 Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Tengdar fréttir „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Rauð viðvörun var í gildi á Austurlandi á laugardag og sátu til að mynda tugir ferðamanna fastir í Möðrudal en veður var einnig mjög slæmt á Suðurlandi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, greindi frá því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að enn ætti eftir að ná almennilega utan um tjónið. „Við vitum svo sem sirka hversu margir bílar fóru mjög illa, það er að segja brotnuðu rúður og voru bara óökuhæfir eftir fárviðrið. Þeir voru fjórir eða fimm en síðan eru fullt af bílum sem fengu á sig mikinn sandblástur. Það voru kannski ekki brotnar rúður og slíkt en eru bara með ónýtt lakk og annað. Þetta eru eitthvað í kringum fimmtán bílar,“ sagði Steingrímur. Milljóna króna tjón á hvern bíl Bæði bílaleigan og viðskiptavinirnir bera kostnaðinn við tjónið en í tilfellum þar sem viðskiptavinir eru með sand- og öskufokstryggingu lendir tjónið á bílaleigunni. Altjón á bíl geti numið tveimur til þremur milljónum króna en meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Hann tekur sem dæmi Mercedes-Benz bíl sem skemmdist í fárviðrinu en nýr bíll kostar í kringum sautján til átján milljónir og tjónið þar með upp á fjórar eða fimm milljónir. Miðað er við að viðskiptavinurinn greiði þó ekki meira en milljón. „Mér sýnist alla vega miðað við þær upplýsingar sem við erum með núna, þá eru svona tveir þriðju að lenda á okkur og einn þriðji á kúnnum, sem við eigum síðan eftir að innheimta. Það gengur nú misvel af því að það er engin launung að það er ekkert auðvelt að sitja fyrir framan viðskiptavin sem lendir í svona fárviðri og reyna að rukka hann um háar fjárhæðir,“ segir Steingrímur. Reynt sé að innheimta kostnaðinn áður en fólk fer úr landi en annars sé reynt eftir fremsta megni að vinna með viðskiptavinum og tryggingarfélögum þeirra. „Í sumum tilfellum þá er þetta fólk tryggt erlendis og fær það bætt, og við erum í samstarfi og samskiptum við ferðaskrifstofurnar sem hafa selt þeim ferðina. Þannig við reynum að vinna þetta eins mjúkt eins og hægt er því þetta er náttúrulega bara ömurlegt fyrir alla aðila, bæði þá sem lenda í þessu og svo okkur,“ segir Steingrímur.
Bílaleigur Tryggingar Óveður 25. september 2022 Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Tengdar fréttir „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35
Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28