Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Tix fær nýtt nafn og nýjan framkvæmdastjóra

Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins Tix en samhliða því fær fyrirtækið nýjan stjórnarformann sem kemur úr röðum Ticketmaster og nýtt nafn, Tixly. Hér á landi verður upprunalega nafnið þó áfram notað. 

Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl

Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er.

Fjöldi látinna í Flórída á reiki eftir fellibylinn Ian

Fellibylurinn Ian sem gekk á land í Flórída á miðvikudag stefnir nú á Suður-Karólínu en fjölmargir íbúar flúðu úr stærstu borg ríkisins, Charleston, í gær. Ríkisstjóri Flórída segir ljóst að fellibylurinn, sem er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna, hafi verið mannskæður en verið er að staðfesta fjölda látinna. 

Vilja vald­efla konur á nýju Fæðingar­heimili Reykja­víkur

Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi. 

Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár

Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. 

Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði.

Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð

Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. 

Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir á­sakanir um kyn­ferðis­lega á­reitni

Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 

Sjá meira