Innlent

Þrír handteknir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Innbrot, eldsvoðar og umferðaróhöpp voru meðal þess sem komu á borð lögreglu síðasta sólarhring. 
Innbrot, eldsvoðar og umferðaróhöpp voru meðal þess sem komu á borð lögreglu síðasta sólarhring.  Vísir/Vilhelm

Þrír erlendir einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en grunur er um að þeir hafi dvalið of lengi hér á landi. 

Að því er kemur fram í dagbók lögreglu verða mál umræddra einstaklinga rannsökuð nánar í dag en mennirnir eru að sögn lögreglu í ólöglegri dvöl.

Meðal annarra útkalla lögreglu í gærkvöldi og í nótt voru tilkynningar um eldsvoða. Þannig var tilkynnt um eld í rusli við leikskóla í Grafarvogi en eitthvað tjón varð á húsnæði leikskólans eftir eldinn. Þá var tilkynnt um eld í skúr í Garðabæ en ekki er vitað um tjón þar. 

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að tvö innbrot hafi komið á þeirra borð en  engar frekari upplýsingar komu þar fram. Tilkynnt var einnig um tvö umferðaróhöpp, í öðru þeirra voru engin slys á fólki en eitthvað um eignatjón. 

Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum einstaklingum, þar á meðal tveimur í miðbænum sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna og nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn reyndist þá sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×