Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. 28.11.2022 11:53
Auka framlög til mannúðarmála um 200 milljónir Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög sín til mannúðarmála um 200 milljónir króna en viðbótar framlögin renna til tveggja stofnana Sameinuð þjóðanna. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að bregðast við alvarlegu ástandi þar sem fleiri hafa aldrei verið á flótta og hundruð milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár. 19.10.2022 17:09
Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. 19.10.2022 16:28
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19.10.2022 15:45
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. 18.10.2022 21:01
Baðst afsökunar á mistökum en sagðist ekki á leiðinni út Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú eftir fremsta megni að sannfæra meðlimi Íhaldsflokkinn og aðra um hæfni ríkisstjórnar hennar eftir umdeildar ákvarðanir síðustu vikur. Ný stefna í efnahagsmálum gæti gefið Truss meiri tíma en ýmsir hafa kallað eftir afsögn hennar. 18.10.2022 13:53
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18.10.2022 13:05
Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 18.10.2022 11:22
Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. 18.10.2022 10:34
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16.10.2022 21:15