Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 11:53 Verkefnin hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði hinsegin málefna. Vísir/Vilhelm Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira