Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. 16.10.2022 19:38
„Sykurskatturinn þarf að vera mjög hár til þess að bíta“ Heilbrigðisráðherra segir að bregðast þurfi við offituvandanum hér á landi. Einstaka aðgerðir eins og sykurskattur gætu skilað árangri en horfa þurfi á málaflokkinn heildstætt. 16.10.2022 17:39
Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar. 16.10.2022 13:01
Fjórtán ára strákar réðust á fólk af handahófi í miðbænum Þrír fjórtán ára drengir voru handsamaðir í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa ráðist á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum. 16.10.2022 09:23
Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15.10.2022 20:52
Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15.10.2022 13:59
Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. 15.10.2022 13:00
Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15.10.2022 11:02
Vill stíga fast til jarðar og takmarka för flóttamanna fyrir brottvísun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Núverandi kerfi uppfylli ekki skilyrði Schengen sáttmálans. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. 14.10.2022 21:01
Umdeild reglugerð ráðherra um fjölda barna á leikskólum sett á bið Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum. 14.10.2022 12:18
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent