Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svona lítur úr­slita­keppni Subway deildar karla út

Loka­um­ferð deildar­keppni Subway deildar karla í körfu­bolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úr­slita­keppni deildarinnar. Það eru Vals­menn sem standa uppi sem deildar­meistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmti­legasti hluti tíma­bilsins er fram­undan.

Martin stoð­sendinga­hæstur í tapi Alba Berlin

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson leikmaður Alba Berlin átti góðan leik en þurfti að sætti sig við tap gegn Partizan Belgrade í Evrópudeildinni í kvöld. 

Róbert Orri sendur á láni frá Mont­real

Íslenski knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson hefur verið lánaður til norska félagsins Konsvinger í næstefstu deild Noregs frá MLS liði Montreal. Þetta staðfestir Montreal í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. 

Ver­stappen efstur á óska­lista Mercedes: Um­mæli Toto kynda undir sögu­sagnir

Þre­faldi heims­meistari öku­manna, Hollendingurinn Max Ver­stappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá öku­menn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tíma­bili. Um­mæli Toto Wolff, fram­kvæmda­stjóra For­múlu 1 liðs Mercedes um Ver­stappen hafa vakið mikla at­hygli og virkað sem olía á eld orð­róma.

„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“

Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gaml­árs­kvöld árið 2022 var Dana White, for­seti UFC sam­bandsins myndaður vera að slá eigin­konu sína, Anne White, ítrekað utan­undir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlað­varps­þætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp.

Sjá meira