Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4.4.2024 22:00
Martin stoðsendingahæstur í tapi Alba Berlin Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson leikmaður Alba Berlin átti góðan leik en þurfti að sætti sig við tap gegn Partizan Belgrade í Evrópudeildinni í kvöld. 4.4.2024 20:39
Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana. 4.4.2024 19:01
Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4.4.2024 18:47
Bjarki Már drjúgur er Vezprém fór áfram í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir ungverska liðið Veszprém er það tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sigri á Pick Szeged. 4.4.2024 18:25
Tvö mörk undir lokin tryggðu Liverpool dýrmætan sigur Liverpool tyllti sér aftur á top ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á botnliði Sheffield United á Anfield í kvöld. 4.4.2024 18:01
Róbert Orri sendur á láni frá Montreal Íslenski knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson hefur verið lánaður til norska félagsins Konsvinger í næstefstu deild Noregs frá MLS liði Montreal. Þetta staðfestir Montreal í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. 4.4.2024 17:13
Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. 28.3.2024 14:27
Verstappen efstur á óskalista Mercedes: Ummæli Toto kynda undir sögusagnir Þrefaldi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá ökumenn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tímabili. Ummæli Toto Wolff, framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes um Verstappen hafa vakið mikla athygli og virkað sem olía á eld orðróma. 28.3.2024 14:01
„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“ Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gamlárskvöld árið 2022 var Dana White, forseti UFC sambandsins myndaður vera að slá eiginkonu sína, Anne White, ítrekað utanundir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlaðvarpsþætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp. 28.3.2024 13:30