Sjáðu mörkin fimm úr úrslitaleik Breiðabliks og ÍA Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla árið 2024 eftir sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins sem fram fór á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Svo fór að Blikar unnu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 4-1 sigur. 28.3.2024 12:46
Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. 28.3.2024 11:51
Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leikmenn Vals Karlalið Vals í handbolta er nú einu skrefi frá undanúrslitum Evrópubikarsins. Karla- og kvennalið félagsins hafa gert sig gildandi í Evrópukeppnum undanfarin tímabil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leikmaður Vals skuldbindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð í Evrópu. Formaður handknattleiksdeildar félagsins vill meiri pening inn í íþróttahreyfinguna til að létta undir með félögunum og leikmönnum þeirra. 28.3.2024 11:30
Ákærður og horfir fram á fangelsisdóm fyrir kossinn óumbeðna Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjátíu mánaða fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári. 28.3.2024 10:46
Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. 28.3.2024 10:01
Menn fái sér páskaegg númer tvö en ekki tíu Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugardaginn kemur, tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Stórleikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðarenda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undirbúning sinna manna með hefðbundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páskaeggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páskaegg númer tvö frekar en tíu. 28.3.2024 09:30
Hulunni svipt af nýrri treyju íslenska landsliðsins PUMA og KSÍ hafa í dag opinberað nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu. Í tilkynningu frá KSÍ segir að nýju treyjurnar séu hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga. 28.3.2024 08:13
Rasmus til Eyja Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu ÍBV 27.3.2024 16:30
Blóð, sviti, tár og andvökunætur Guðmundar Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið að ná sögulegum árangri með lið Fredericia í efstu deild Danmerkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildarkeppninni og mun á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópukeppni. 27.3.2024 10:31
Hætti við að hætta og varð bikarmeistari: „Súrealískt, líkt og í draumi“ Það er óhætt að segja að undanfarnir mánuðir hafi verið rússíbanareið fyrir Danero Thomas. Eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna í desember hætti hann við að hætta, gekk til liðs við Keflavík og vann sinn fyrsta stóra titil á Íslandi um nýliðna helgi. 26.3.2024 07:30