Fótbolti

Vildi fara frá Liverpool

Aron Guðmundsson skrifar
Kelleher á æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara írska landsliðsins
Kelleher á æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara írska landsliðsins Vísir/Getty

Írski mark­vörðurinn Ca­oim­hin Kelleher, leik­maður Liver­pool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðal­mar­k­vörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brott­hvarfi hans frá fé­laginu og segir Írinn að á­kvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum.

Kelleher, sem hefur þurft að verma vara­manna­bekkinn hjá Liver­pool, er aðal­mar­k­vörður írska lands­liðsins sem er nú í sínu fyrsta lands­liðs­verk­efni undir stjórn Ís­lendingsins Heimis Hall­gríms­sonar.

Skömmu eftir að Heimir var ráðinn lands­liðs­þjálfari Ír­lands lét hann í ljós á­hyggjur sínar af litlum spila­tíma Kelleher hjá Liver­pool.

„Auð­vitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hall­gríms­son í sam­tali við Mirror um Kelleher í júlí.

Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðal­mar­k­vörður hjá fé­lags­liði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liver­pool þrátt fyrir að fé­lagið hafi hafnað nokkrum til­boðum í hann.

Kelleher hefur verið á eftir Alis­son í goggunar­röðinni og undir lok fé­lags­skipta­gluggans gekk Liver­pool frá kaupum á Georgíu­manninum Giorgi Mamar­das­hvili frá Valencia.

Giorgi klárar yfir­standandi tíma­bil með Valencia og gengur svo til liðs við Liver­pool að fullu fyrir næsta tíma­bil.

„Fé­lagið hefur á­kveðið að sækja annan mark­vörð. Utan frá lítur þetta þannig út að fé­lagið hafi á­kveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur á­vallt verið skýr undan­farin tíma­bil. Ég vil fara og verða aðal­mar­k­vörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun.

„Ein­hverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×