Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2024 14:32 Samtalið hefur verið tekið við Piastri um að hann styðji við liðsfélaga sinn Lando Norris í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 Vísir/Getty Andrea Stella, liðsstjóri Formúlu 1 liðs McLaren hefur staðfest að liðið muni setja hagsmuni Lando Norris, annars af aðalökumönnum liðsins, fram yfir hagsmuni liðsfélaga hans Oscar Piastri út yfirstandandi tímabil. Er þetta gert til þess að gefa Norris sem mesta möguleika á því að skáka Hollendingnum Max Verstappen í baráttu ökuþóranna um heimsmeistaratitilinn. Það mun McLaren ætla gera án þess að fórna og miklu eða fara á svig við gildi sín. „Heildarmarkmiðið snýr að því að við erum staðráðin í að vinna. Við viljum hins vegar vinna á réttum forsendum,“ segir Stella í samtali við BBC. Hagsmunir liðsins verði ávallt ofan á „en einnig viljum við vera sanngjarnir gagnvart okkar ökuþórum.“ Samtalið hafi verið tekið við Piastri sem hefur verið öflugur upp á síðkastið. Það er hins vegar Lando Norris sem á mesta möguleika á því að skáka Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Munurinn milli þeirra er 62 stig þegar að enn eru að hámarki 232 stig fyrir hvern ökuþóra að vinna sér inn til loka tímabilsins. „Jafnvel þegar að ég sagði við Oscar „Myndirðu geta gefið frá þér sigur fyrir Lando?“ Þá sagði hann: „Það yrði sársaukafullt en ef það er það rétta í stöðunni þá mun ég gera það.“ Formúla 1 mætir á götur Baku í Azerbaijan um komandi helgi. Sýnt er frá keppnishelginni á Vodafone Sport rásinni. Akstursíþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það mun McLaren ætla gera án þess að fórna og miklu eða fara á svig við gildi sín. „Heildarmarkmiðið snýr að því að við erum staðráðin í að vinna. Við viljum hins vegar vinna á réttum forsendum,“ segir Stella í samtali við BBC. Hagsmunir liðsins verði ávallt ofan á „en einnig viljum við vera sanngjarnir gagnvart okkar ökuþórum.“ Samtalið hafi verið tekið við Piastri sem hefur verið öflugur upp á síðkastið. Það er hins vegar Lando Norris sem á mesta möguleika á því að skáka Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Munurinn milli þeirra er 62 stig þegar að enn eru að hámarki 232 stig fyrir hvern ökuþóra að vinna sér inn til loka tímabilsins. „Jafnvel þegar að ég sagði við Oscar „Myndirðu geta gefið frá þér sigur fyrir Lando?“ Þá sagði hann: „Það yrði sársaukafullt en ef það er það rétta í stöðunni þá mun ég gera það.“ Formúla 1 mætir á götur Baku í Azerbaijan um komandi helgi. Sýnt er frá keppnishelginni á Vodafone Sport rásinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira