„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu í leik liðsins gegn KR í Lengjubikarnum í fótbolta sem nú stendur yfir. 9.3.2025 15:05
Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Kristin trú er Katie Cousins, einum besta leikmanni Bestu deildarinnar undanfarin ár, það mikilvægasta í lífinu. Hún er mætt aftur í Þrótt Reykjavík og stefnir á titil þar. 8.3.2025 08:00
Ekki hættur í þjálfun Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun. 7.3.2025 08:32
Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. 7.3.2025 08:02
Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM. 6.3.2025 07:30
NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. 5.3.2025 11:28
Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Hinn 19 ára gamli Ísak Steinsson, markvörður Drammen í Noregi, gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM og þar með fetað í fótspor afa síns sem hann hafði aldrei tækifæri á að kynnast. 5.3.2025 07:33
Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. 4.3.2025 11:02
„Eins manns dauði er annars brauð“ Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. 4.3.2025 09:30
„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. 4.3.2025 07:32