Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gagn­rýnir Ver­stappen harð­lega og líkir honum við ill­menni

Fyrrum heims­meistari ökuþóra í For­múlu 1, Bretinn Damon Hill, gagn­rýnir ríkjandi heims­meistara, Hollendinginn Max Ver­stappen harð­lega fyrir til­burði hans í Mexíkó kapp­akstrinum um síðastliðna helgi og líkir honum við ill­mennið Dick Dastard­ly út teikni­myndaþáttunum Vaskir vagnar (e.Wacky Races.)

Fót­bolta­mamma Ís­lands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“

Í kjöl­far góðs árangurs á ný­af­stöðnu tíma­bili er ljóst að bræðurnir Magnús Már og Anton Ari Einars­synir munu mætast í Bestu deildinni í fót­bolta á næsta tíma­bili. Staða sem setur fjöl­skyldu þeirra í erfiða stöðu. „Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ segir Hanna Símonar­dóttir móðir þeirra.

Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“

„Ég hef náð öllu því sem ég vildi úr ferlinum," segir ný­krýndi Ís­lands­meistarinn með Breiða­bliki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá Íslandsmeistaraliðinu. Arnór er sáttur í eigin skinni með ákvörðunina og reiðubúinn til þess að gefa allt sem hann á í nýja starfið.

Túfa stýrir Val á næsta tíma­bili

Engar þjálfara­breytingar munu eiga sér stað hjá karla­liði Vals í fót­bolta milli tíma­bila. Sr­djan Tufegdzic, sem tók við þjálfara­stöðunni á Hlíðar­enda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétars­syni hafði verið sagt upp störfum, verður á­fram þjálfari liðsins.

Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sam­eigin­leg á­kvörðun“

Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. 

Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja

Eftir ævin­týri í Hong Kong, Portúgal og Sví­þjóð er komið að næsta kafla á þjálfara­ferli Þor­láks Árna­sonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem ein­kennir Eyja­menn.

For­­maðurinn og þjálfarinn hand­skafa völlinn fyrir stór­­­leikinn á morgun

Vestra­menn sitja ekki auðum höndum þessar klukku­stundirnar. Fjöl­mennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að hand­skafa völlinn eftir snjó­komu síðustu tveggja sólar­hringa. Á morgun taka Vestra­menn á móti Fylki í loka­um­ferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heima­menn haldi sæti sínu í deildinni.

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Sjá meira