Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Það bendir allt til þess að dagar Mexíkóans Sergio Perez hjá Red Bull racing verði taldir eftir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi um komandi helgi. 3.12.2024 17:02
Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. 3.12.2024 14:05
Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, er komið áfram á næsta stig í undankeppni Evrópumótsins eftir jafntefli gegn Norður-Írlandi í dag. 3.12.2024 13:25
Ómar Ingi ekki með á HM Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon mun ekki geta tekið þátt á HM með íslenska landsliðinu í næsta mánuði sökum meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi. 3.12.2024 12:23
Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. 3.12.2024 11:31
„Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Komið er að leiðarlokum í samstarfi Hauka og þjálfarans Maté Dalmay. Greint var frá starfslokum hans í gær. Haukar eru á botni Bónus deildarinnar og segir Maté að álit manna hafi verið að fullreynt hafi verið með samstarfið. 3.12.2024 08:31
Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Íslendingur að nafni Már Óskar Þorsteinsson lék heldur betur lykilhlutverk í aðdraganda leiks Washington Wizards og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta á dögunum. 2.12.2024 15:46
Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar að dregið verður í undankeppni HM 2026 þann 13.desember næstkomandi. 2.12.2024 12:45
Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, segist hafa misst alla virðingu fyrir George Russell, ökuþór Mercedes eftir nýliðna keppnishelgi mótaraðarinnar í Katar. 2.12.2024 12:02
Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. 2.12.2024 11:02