Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna

„Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. 

Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vestur­bæinn

Arnar Gunn­laugs­son ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistara­völlum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykja­vík í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leik­bann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðar­línunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá hand­bragð Óskars á KR-liðinu.

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Biðja Piastri um að styðja Norris í bar­áttunni um titilinn

Andrea Stella, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs McLaren hefur stað­fest að liðið muni setja hags­muni Lando Norris, annars af aðal­öku­mönnum liðsins, fram yfir hags­muni liðs­fé­laga hans Os­car Piastri út yfir­standandi tíma­bil. Er þetta gert til þess að gefa Norris sem mesta mögu­leika á því að skáka Hollendingnum Max Ver­stappen í bar­áttu öku­þóranna um heims­meistara­titilinn.

Gíraðir í stór­leik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“

Ís­lenska undir 21 árs lands­liðið í fót­bolta tekur á móti Wa­les í afar mikil­vægum leik í undan­keppni EM 2025 á Víkings­velli í dag. Róbert Orri Þor­kels­son, lands­liðs­maður Ís­lands, segir liðið vera með ör­lögin í sínum höndum og býst við miklum fætingi gegn Wa­les.

Hetja Tyrkja gegn Ís­landi lifði af mikinn harm­leik

Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999.

Sjá meira