Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. 3.7.2024 09:31
Undrabarnið hefur sinnt heimavinnu á EM: Stóðst öll próf í skólanum Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal, landsliðsmaður Spánar og leikmaður spænska stórliðsins Barcelona, stóðst öll prófin sem hann þreytti í skólanum sínum á meðan á Evrópumótinu í fótbolta stendur. 28.6.2024 14:16
Heldur starfi sínu þrátt fyrir vonbrigði á EM Króatíska knattspyrnusambandið fullyrðir að landsliðsþjálfarinn Zlatko Dalic haldi starfi sínu þrátt fyrir að Króatía hafi ollið vonbrigðum á EM og ekki tekist að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. 28.6.2024 13:31
Gylfi Þór sniðgenginn Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista. 28.6.2024 12:30
Frábær og söguleg byrjun Íslands á HM í pílukasti Fulltrúar Íslands á HM í pílukasti, sem fram fer í þýsku borginni Frankfurt þessa dagana, fara vel af stað á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur á Barein í fyrsta leik sínum sem stillir upp hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð við landslið Tékkalands. Sögulegur sigur, sá fyrsti hjá Íslandi á HM. 28.6.2024 11:28
Segir gagnrýni á enska landsliðið langt yfir velsæmismörkum Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Chris Sutton, sem er dálkahöfundur fyrir BBC á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stendur, segir gagnrýnina í garð enska landsliðsins vegna spilamennsku liðsins á mótinu til þessa vera langt yfir velsæmismörk. 28.6.2024 11:01
Real Madrid kaupir leikmann en lætur hann fara um leið Real Madrid hefur virkjað ákvæði í lánssamningi sínum við Espanyol varðandi spænska leikmanninn Joselu og keypt hann á eina og hálfa milljón evra. Joselu verður þó ekki lengi leikmaður Real Madrid að fullu, hann verður um leið seldur fyrir sömu upphæð til liðs í Katar. 28.6.2024 07:01
Þjarmað að Verstappen á blaðamannafundi Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing, segist munu aka fyrir liðið á næsta tímabili. Þjarmað var að Hollendingnum á blaðamannafundi í dag en miklar vangaveltur hafa verið ríkjandi um framtíð hans í Formúlu 1. 27.6.2024 23:15
James feðgarnir sameinast í liði Los Angeles Lakers Feðgarnir LeBron James og Bronny James eru sameinaðir hjá NBA liðinu Los Angeles Lakers eftir að sá síðarnefndi var valinn af Lakers í annarri umferð nýliðavals NBA deildarinnar í kvöld. 27.6.2024 22:36
Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins Phil Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins í Þýskalandi og verður með á æfingu liðsins á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. 27.6.2024 22:30