Kolbeinn mætir Bubu í kvöld: „Stefni á að klára bardagann snemma“ Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Kolbeinn Kristinsson er enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum og ætlar sér að bæta við enn einum sigrinum í kvöld Mynd/Kolbeinn Kolbeinn Kristinsson stígur inn í hnefaleikahringinn í kvöld og mætir hinum pólska Piotr "Bubu" Cwik. Kolbeinn er ósigraður á atvinnumannaferli sínum til þessa og getur með sigri í kvöld, hvað þá öruggum sigri komist ansi nálægt topp 50 sætum heimslistans í þungavigtarflokki. Bardagakvöldið fer fram í Vínarborg og er um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu eftir ár þar á undan þar sem að hann náði ekki að vera eins aktívur. Það hefur verið jákvætt fyrir hann að geta stigið svona reglulega inn í hringinn. „Það gefur manni alltaf mikið og sér í lagi eftir þessi ár á undan þar sem að ég náði ekki að keppa reglulega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi en andstæðingur hans í kvöld, Piotr á að baki níu bardaga á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum eftir að hafa áður keppt í bare knuckle boxing þar sem að ekki er keppt með boxhanska heldur bera hnefa. View this post on Instagram A post shared by VIENNA BOXING CHAMPIONSHIP (@viennaboxingchampionship) Piotr hefur nú unnið átta bardaga í röð en Kolbeini lýst vel á að mæta honum í Vínarborg í kvöld. „Það hefur hentað mér vel í gegnum tíðina að berjast við menn í hans stærð. Menn sem að eru aðeins minni en ég. Það er eins með alla þessa kappa í þungavigtarflokki, þeir geta allir slegið fast en leiðin til þess að verjast því er að gefa þeim ekki færi á því að slá mann. Ég ætla mér að nýta hraðann og snerpuna gegn honum, þreyta hann og ég stefni á að klára bardagann og það snemma.“ Samkvæmt MMA fréttum má búast við því að Kolbeinn stígi inn í hnefaleikahringinn í Vínarborg um níuleytið í kvöld þar sem að bardagi hans er sá níundi í röðinni í þriðja holli kvöldsins. Hægt er að kaupa streymi á hnefaleikakvöldið hér. Box Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
Bardagakvöldið fer fram í Vínarborg og er um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu eftir ár þar á undan þar sem að hann náði ekki að vera eins aktívur. Það hefur verið jákvætt fyrir hann að geta stigið svona reglulega inn í hringinn. „Það gefur manni alltaf mikið og sér í lagi eftir þessi ár á undan þar sem að ég náði ekki að keppa reglulega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi en andstæðingur hans í kvöld, Piotr á að baki níu bardaga á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum eftir að hafa áður keppt í bare knuckle boxing þar sem að ekki er keppt með boxhanska heldur bera hnefa. View this post on Instagram A post shared by VIENNA BOXING CHAMPIONSHIP (@viennaboxingchampionship) Piotr hefur nú unnið átta bardaga í röð en Kolbeini lýst vel á að mæta honum í Vínarborg í kvöld. „Það hefur hentað mér vel í gegnum tíðina að berjast við menn í hans stærð. Menn sem að eru aðeins minni en ég. Það er eins með alla þessa kappa í þungavigtarflokki, þeir geta allir slegið fast en leiðin til þess að verjast því er að gefa þeim ekki færi á því að slá mann. Ég ætla mér að nýta hraðann og snerpuna gegn honum, þreyta hann og ég stefni á að klára bardagann og það snemma.“ Samkvæmt MMA fréttum má búast við því að Kolbeinn stígi inn í hnefaleikahringinn í Vínarborg um níuleytið í kvöld þar sem að bardagi hans er sá níundi í röðinni í þriðja holli kvöldsins. Hægt er að kaupa streymi á hnefaleikakvöldið hér.
Box Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira