Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2024 17:04 Benóný Breki Andrésson sést hér í bláum búningi Stockport County. Stockport County Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóny Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Þetta staðfestir enska félagið í tilkynningu. Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024 Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Lengi hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Stockport County ætlaði sér að krækja í Benóný Breka og nú hefur verið staðfest að sá orðrómur var á rökum reistur. Benóný Breki skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. Benóný Breki fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Ellefu þeirra komu í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar en KR endaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi og er sem stendur í 5.sæti sem mun veita þátttökurétt í umspili um laust sæti í ensku B-deildinni að lokinni deildarkeppni á yfirstandandi tímabili. Þjálfari liðsins er Englendingurinn David Challinor sem hafði þjálfað lið á borð við AFC Fylde og Hartlepool United í neðri deildum Englands áður en að hann tók við þjálfun Stockport County árið 2021 en hann er fyrrverandi leikmaður liðsins. Stockport Conty er rótgróið félag á Englandi sem á sér langa sögu. Liðið vann ensku D-deildin á síðasta tímabili og stefnir nú á að komast beint upp í ensku B-deildina. Benóný Breki á að baki 50 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim leikjum skorað 30 mörk. Þá á hann á ferilskrá sinni landsleiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með Gróttu og Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk svo til liðs við ítalska félagið Bologna árið 2021 og lék þar með yngri liðum félagsins áður en hann sneri aftur hingað til lands og þá til KR. ✍️ #StockportCounty is delighted to announce that we have agreed terms with Icelandic Club KR for the transfer of exciting young forward, Benoný Breki Andrésson.Benoný will officially join us in January, subject to receiving a work permit and international clearance 🇮🇸— Stockport County (@StockportCounty) December 11, 2024
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira