Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 6.1.2025 12:40
Eigendum fjölgar hjá LOGOS Um áramótin bættust þau Kristófer Jónasson og Maren Albertsdóttir við eigendahóp lögfræðistofunnar Logos. Þau hafa starfað hjá LOGOS um árabil. LOGOS lögmannsstofa sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Hjá LOGOS starfa um 65 manns. 6.1.2025 10:48
Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, nýkjörinn íþróttamaður ársins, seldi áritaða treyju sína úr 3-0 sigrinum á Þýskalandi síðasta sumar til útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar, oft kenndur við Brim. 6.1.2025 10:17
Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að rukka ekki Seltirninga fyrir skírnir, hjónavígslur og útfarir. 3.1.2025 13:49
Lengsti óróapúlsinn til þessa Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum. 3.1.2025 11:57
Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins komu saman á tíunda tímanum í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Um er að ræða vinnufund ríkisstjórnarinnar til að þétta hópinn enn frekar að sögn forsætisráðherra. 3.1.2025 10:39
Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Flestir landsmenn virðast telja Sjálfstæðisflokkinn halda bestu partýin. Formaður Framsóknarflokksins telur landsmenn vanmeta stuðið hjá flokknum. 2.1.2025 21:02
Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2.1.2025 12:19
Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2.1.2025 11:56
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2.1.2025 11:31