Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16.2.2025 13:18
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. 16.2.2025 13:04
Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Færri komust að en vildu þegar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundaði í Valhöll í dag til að samþykkja lista með fulltrúum félagsins á komandi landsfundi. Listi stjórnar var samþykktur en formaður samtakanna er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Einum fundargesti blöskraði fundarstjórnin í Valhöll. 14.2.2025 16:45
Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Skólastjóri Laugalækjarskóla segir alla í áfalli yfir skotvopni sem nemendur skólans fundu á þaki hans seint í gærkvöldi. Hann segir lögreglu nú yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavél sem nái tvær vikur aftur í tímann. 14.2.2025 12:20
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14.2.2025 11:01
Blár hvalur í kveðjugjöf Þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi verið allt annað en sáttur við vinnubrögð Samfylkingarinnar í þingflokksherbergjamálinu, ef svo mætti kalla, þá skildi flokkurinn eftir innflutningsgjöf fyrir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokk hennar. 13.2.2025 17:13
Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir fréttmaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. 13.2.2025 14:05
Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri hjá Samfylkingunni, hefur tekið að sér að aðstoða oddvita flokkanna fimm sem standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg. 13.2.2025 11:17
Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Gjaldþrot Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, nam 79 milljónum króna. Skatturinn sektaði Davíð Smára um tugi milljóna króna að lokinni rannsókn skattrannsóknarstjóra á þjálfaranum. Hann horfir björtum augum fram á veginn og segist hafa lagt á sig mikla vinnu til að snúa lífi sínu til betri vegar. 12.2.2025 16:19
Ráðherra braut ekki lög Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra braut ekki jafnréttislög þegar hann skipaði Ástráð Haraldsson sem ríkissáttasemjara árið 2023. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. 12.2.2025 13:07