Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Konu hrint niður stiga

Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt  á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna.

Innlent
Fréttamynd

Dineout í útrás með aðstoð Tix

Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lensk for­ræðis­hyggja – Opnunar­tími skemmti­staða

Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid.

Skoðun
Fréttamynd

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“

Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður á Jómfrúnni greindist með smit

Starfsmaður Jómfrúarinnar greindist með kórónuveirusmit í gær og voru 24 starfsmenn veitingastaðsins sendir í skimun vegna smitsins. Þeir hafa allir verið bólusettir líkt og sá smitaði sem mætti síðast í vinnuna á mánudag. Einn starfsmaður hefur verið sendur í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum

„Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni

Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Viðskipti innlent