Viðskipti innlent

Gleði­pinnar kaupa trampólín­garðinn Rush

Atli Ísleifsson skrifar
Rush er stærsti trampólíngarður landsins og stendur við Dalveg í Kópavogi, þar sem verslunin Kostur var áður til húsa.
Rush er stærsti trampólíngarður landsins og stendur við Dalveg í Kópavogi, þar sem verslunin Kostur var áður til húsa. Rush

Veitinga- og afþreyingarrisinn Gleðipinnar hafa keypt trampólíngarðinn Rush á Dalvegi í Kópavogi.

Frá þessu segir í frétt Viðskiptablaðsins, en fyrir reka Gleðipinnar American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Djúsí, Eldsmiðjuna, Aktu Taktu, Keiluhölluna, Hamborgarafabrikkuna og Pítuna.

Í fréttinni segir að samkomulag um kaup hafi náðst milli Gleðipinna og fráfarandi eigenda Rush.

Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna, segir við blaðið að eftir að hafa tekið við rekstri Keiluhallarinnar í Egilshöll árið 2015 búi félagið yfir góðri reynslu af rekstri afþreyingargarða. Standi til að auka framboðið af veitingum í Rush og að endurnýja dýnur á næstu vikum.

Þórey Gunnlaugsdóttir mun áfram starfa sem framkvæmdastjóri Rush, og hún njóta liðsinnis stjórnunarteymisins úr Keiluhöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×