Segir það ekkert vafamál að veðuröfgar séu afleiðingar loftslagsbreytinga Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir auknar öfgar í veðurfari hafa færst verulega í aukana á þessari öld. Það sé ekkert vafamál að þessar breytingar á veðri séu afleiðingar loftslagsbreytinga. Innlent 18. júlí 2021 14:46
Áfram blíðskaparveður á landinu Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og sömuleiðis á morgun. Sólin er þegar farin að skína á Norðurlandi, Austurlandi og hálendinu. Veður 18. júlí 2021 07:33
Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Innlent 17. júlí 2021 10:46
Sólin lætur sjá sig í Reykjavík Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri. Veður 17. júlí 2021 07:54
Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn. Veður 16. júlí 2021 08:25
Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Viðskipti innlent 15. júlí 2021 22:22
Tuttugu stiga hiti tuttugu daga í röð en þó ekki í Reykjavík Eftir tuttugu daga í röð þar sem hiti mældist yfir tuttugu stig einhvers staðar á landinu náði hitinn hvergi þeim hæðum í gær. Veður 15. júlí 2021 07:37
21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Erlent 15. júlí 2021 07:29
Áfram hlýjast á Norður- og Austurlandi Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður. Veður 15. júlí 2021 07:15
Rigning á Akureyri Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa. Innlent 14. júlí 2021 16:30
Gul viðvörun í kvöld Búast má við fremur mildum sunnanvindum með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands framan af degi, en vestlægari átt og skúrum eftir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 14. júlí 2021 07:45
Ferðamenn fylgist með veðurspá næstu daga Suðlægar og suðvestlægar áttir munu ráða ríkjum hér á landi, og valda vætu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Áfram má gera ráð fyrir ágætisveðri á Norður- og Austurlandi, þar sem verður úrkomulítið og talsvert sólskin með tilheyrandi hlýindum. Innlent 13. júlí 2021 06:37
Allt að 24 stiga hiti Lægð milli Grænlands og Íslands stjórnar veðrinu hér á landi næstu daga og suðvestlægar vindáttir verða ráðandi. Í dag fara skil með rigningu yfir vesturhluta landsins og í kjölfarið fylgir skúraveður í kvöld og næstkomandi daga. Innlent 12. júlí 2021 06:22
Hiti gæti náð 24 stigum í dag Áfram verður tiltölulega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar aðeins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austurlandi þar sem hefur verið mikil sumarblíða síðustu tvær vikurnar. Veður 11. júlí 2021 08:01
Áfram bongóblíða fyrir austan Austurlandið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – allavega ef fólk er hrifið af sól og hita. Áfram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akureyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spákort Veðurstofunnar. Veður 10. júlí 2021 07:52
Búa sig undir aðra hitabylgju vestanhafs Íbúar og ráðamenn vesturstrandar Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir aðra hitabylgju um helgina. Stutt er síðan hitamet voru slegin víðsvegar um norðvesturströnd Bandaríkjanna og vesturströnd Kanada í gífurlegra öflugri hitabylgju sem banaði hundruð manna. Erlent 9. júlí 2021 09:04
Hlýjast á Austurlandi um helgina Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina. Veður 9. júlí 2021 07:22
Hiti allt að 24 stigum norðaustantil Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil. Veður 8. júlí 2021 07:11
Áfram hlýtt í veðri næstu daga Engar stórar breytingar verða á veðrinu næstu daga, en þó má búast við smá vætu um landið norðvestanvert. Áfram verður hlýtt í veðri og fer hiti víða yfir tuttugu stig þar sem sólin nær að skína um landið austanvert. Veður 7. júlí 2021 07:05
Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert. Veður 6. júlí 2021 07:09
Víða þungbúið með þoku en rofar til þegar líður á morguninn Það stefnir í breytilega átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu. Þungbúið verður með þoku víða í morgunsárið, en rofar til þegar líður á morguninn. Veður 5. júlí 2021 07:07
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Innlent 4. júlí 2021 07:49
Loftsteinn mældist á jarðskjálftamælum Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum. Innlent 3. júlí 2021 10:43
Stefnir í fallegan sumardag Í dag stefnir í fallegan sumardag víða um land, bjart veður, hægan vind og hlýtt veður, einkum inn til landsins. Innlent 3. júlí 2021 08:01
Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Innlent 2. júlí 2021 14:57
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. Innlent 2. júlí 2021 14:02
Sumarveður í öllum landshlutum um helgina Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum. Innlent 2. júlí 2021 12:01
Þoka spillir blíðunni á höfuðborgarsvæðinu Mikið þokuloft hangir nú yfir höfuðborgarsvæðinu og kemur í veg fyrir að höfuðborgarbúar geti notið blíðviðrisins sem ríkir á vesturhluta landsins. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag. Veður 2. júlí 2021 11:29
Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. Innlent 1. júlí 2021 16:20
Áfram spáð auknum leysingum í hlýindum norðan- og austantil Veðurspá gerir ráð fyrir að á vestanverðu landinu, þar sem sólin er á bak við ský, verði frekar svalt í veðri í dag og átta til þrettán gráðu hiti. Áfram verður þó sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Veður 1. júlí 2021 07:08