Íbúar á austurströndinni moka eftir gríðarlega ofankomu Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna hamast nú við að moka snjó eftir að honum kyngdi niður um helgina. Ekki hefur snjóað svo mikið á svæðinu í um fjögur ár en verst var ástandið í borgum á borð við Boston og Atlantic City. Erlent 31. janúar 2022 06:54
Allkröpp lægð nálgast landið Allkröpp lægð nálgast nú landið, en gengur þá í suðaustanstrekking með snjókomu sunnan- og vestanlands undir hádegi, en síðar einnig í öðrum landshlutum. Veður 31. janúar 2022 06:52
Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. Innlent 30. janúar 2022 18:06
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. Innlent 30. janúar 2022 14:42
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. Veður 30. janúar 2022 11:26
Níu ára drengur fórst í Englandi vegna veðurofsa Níu ára gamall drengur og sextug kona létust þegar tré féll á þau vegna stormsins Malik, sem ríður yfir Bretlandseyjar. Þúsundir heimila hafa verið rafmagnslaus í Skotlandi og Englandi vegna stormsins. Erlent 30. janúar 2022 07:59
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu í dag Gul veðurviðvörun er á öllu vestanverðu landinu í dag. Viðvörunin tekur víðast hvar gildi um klukkan tíu í dag og verður í gildi fram undir kvöld. Veður 30. janúar 2022 07:37
Íslendingur í Boston óhræddur við hríðarbyl Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá. Erlent 29. janúar 2022 22:52
Öxnadalsheiðin er lokuð Öxnadalsheiðin er lokuð vegna slæms veðurs. Bílar hafa farið út af í dag og flutningabíll hefur nú lokað veginum eftir óhapp. Innlent 28. janúar 2022 14:50
Von á norðanáhlaupi og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Skammt vestan við Vestfirði er nú 984 millibara lægð sem veldur því að á landinu er suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og víða él. Þegar líður á daginn mun lægðin fara austur með norðurströndinni og því er von á skammvinnu norðanáhlaupi síðdegis og í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi víða á landinu í síðar í dag. Veður 28. janúar 2022 06:56
Hlýrra loft á leiðinni svo úrkoma breytist í slyddu og rigningu Veðurstofan spáir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu, éljum og hita í kringum frostmark í dag. Lengst af verður þó bjart, þurrt og frost núll til sex stig norðan- og austanlands. Veður 27. janúar 2022 06:55
Björgunarskip í Sandgerðishöfn skemmdist í óveðrinu Björgunarskipið Hannes Hafstein sem Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skemmdist mikið í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Innlent 26. janúar 2022 07:46
Rólegt veður eftir illviðri gærdagsins Eftir illviðri gærdagsins er útlit fyrir rólegt veður í dag. Reikna má við hægum vindi víðast hvar og úrkomulítið, en dálítilli snjókomu við suður- og vesturströndina. Veður 26. janúar 2022 07:01
Tré rifnuðu og trampolín fuku Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks. Innlent 25. janúar 2022 22:27
„Það er hvergi skjól að hafa“ Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti. Innlent 25. janúar 2022 18:17
Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. Innlent 25. janúar 2022 13:11
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. Innlent 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Innlent 25. janúar 2022 07:36
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. Veður 25. janúar 2022 06:50
Allt niður í tíu stiga frost Búast má við suðvestanátt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, í dag. Skýjað með köflum, stöku él suðvestantil en annars þurrt að kalla. Frost á bilinu núll til tíu stig, kaldast í innsveitum. Innlent 24. janúar 2022 06:32
Umhleypingasöm vika framundan Eftir stormasama helgi mun stytta upp og lægja í kvöld og nótt. Umhleypingasöm vika er þó framundan. Innlent 23. janúar 2022 07:49
Fólki í tveimur bílum bjargað af lokaðri Öxnadalsheiði Meðlimir björgunarsveita á Akureyri og í Varmahlíð voru kallaðir út í dag vegna bíla sem voru fastir í snjó á Öxnadalsheiði. Verið var að keyra bílnum frá Reykjavík til Akureyrar en heiðin hefur verið lokuð frá því í gærkvöldi. Innlent 22. janúar 2022 16:50
Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði. Innlent 22. janúar 2022 12:26
Ekkert ferðaveður fram á kvöld Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Innlent 22. janúar 2022 07:34
Leiðindaveður víða um land í nótt og á morgun Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norð-Vesturhluta landsins sem gilda til klukkan 18 á morgun. Þá eru gular viðvaranir í gildi víða um land. Veður 21. janúar 2022 22:54
Hiti komst í sautján stig á Austfjörðum í nótt Nóttin var hlý á landinu og komst hitinn þannig í sautján stig á Austfjörðum. Í dag er hins vegar spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en stormi eða roki í kvöld og rigningu eða snjókomu um tíma. Veður 21. janúar 2022 07:11
Ekkert ferðaveður víða annað kvöld Appelsínugul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra annað kvöld. Innlent 20. janúar 2022 15:12
Stíf suðlæg átt og stormur á norðanverðu landinu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir stífri suðlægri átt í dag og hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu seint í kvöld. Veður 20. janúar 2022 07:09
Bjart veður og kalt en hvessir annað kvöld Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda. Bjart veður og kalt, en sunnan kaldi og dálítil él vestast í kvöld. Veður 19. janúar 2022 07:08
Suðvestanátt og kólnandi veður Spáð er vestan eða suðvestan átt í dag, víða átta til fímmtán metrum á sekúndu, en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni. Veður 18. janúar 2022 07:13