Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2022 20:07 Það er hvítt haf á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi þessa stundina. Aðsend Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt. Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Tjaldsvæðið er orðið yfirfullt af gestum og eru öll pláss nýtt. Í samtali við fréttastofu segir einn náttgesta tjaldsvæðisins að það sé ansi þröngt á þingi þar þessa stundina. „Fólk er hér með nýfædd börn. Það eru eins og allir og amma þeirra hafi ákveðið að koma. Eina góða veðrið á landinu er í Stykkishólmi. Það er svo pakkað á tjaldsvæðinu. Við fórum í burtu í smá tíma í dag og þegar við komum til baka var búið að tjalda fyrir framan hjólhýsið okkar. Þetta er rass við rass og það heyra allir hvorn annan anda.“ Á svæðinu er stærðarinnar hjólhýsi að amerískum sið. Einhverjir gestir töldu að Ben Stiller sjálfur væri mættur á tjaldsvæðið eftir að hafa dvalið í Stykkishólmi í vikunni, en svo var ekki. Einungis Íslendingar þarna á ferð. Hjólhýsið er ansi stæðilegt. Aðsend „Þetta er svakalegt. Ég held að Íslendingurinn sé alveg búinn að missa það í góða veðrinu. Í gær þá voru þau búin að leggja niður einkalóð með köðlum.“ Guðni Jóel Hermannsson, tjaldvörður á tjaldsvæðinu, segir að það hafi þurft að opna nýtt svæði til að koma öllu fólkinu fyrir. Það var ekki lengi að fyllast líka. Það er ansi þröngt á þingi.Aðsend Veðrið hefur verið með besta móti í Stykkishólmi í dag og á það að haldast þannig um helgina. Guðni segist eiga von á fjölda fólks á tjaldsvæðinu í sumar ef veðrið heldur svona áfram. Á svæðinu er mest um hjólhýsi sem virðast vera vinsælasta gistikostur Íslendinga í ár. Enn er röð af bílum við inngang tjaldsvæðisins að reyna að komast að. Þeir munu þó ekki komast langt og þurfa líklegast að sofa annars staðar en í Stykkishólmi í nótt.
Stykkishólmur Tjaldsvæði Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira