Veður

Veður


Fréttamynd

Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins

Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gul viðvörun verið gefin út fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins. Á höfuðborgarsvæðinu gildir viðvörunin frá klukkan 15 í dag og fram á morgun en spáð er suðaustan hvassviðri, snjókomu og slyddu á köflum og talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir úr­bótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólar­hringa

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið.

Innlent
Fréttamynd

Léttir til eftir há­degi með vaxandi norðan­átt

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið.

Veður
Fréttamynd

Öldur á Garðskaga náðu yfir 30 metra hæð í óveðrinu

Öldur við Garðskaga á Suðurnesjum náðu ítrekað yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu sem gekk yfir landið síðdegis á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Með því var met slegið í ölduhæð við Íslandsstrendur en það fyrra var frá árinu 1990.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stigi og ó­vissu­stigi af­lýst á Vest­fjörðum

Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Allt á kafi í sandi í Vík

Gríðarlegt sandfok varð við Vík í Mýrdal í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt með þeim afleiðingum að hluti bæjarins er á kafi í sandi.

Innlent
Fréttamynd

Lægðin heldur á­fram að stjórna veðrinu í dag og á morgun

Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu hjá okkur síðustu daga heldur því áfram í dag og á morgun. Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin fari nú að flytja sig um set og verði skammt suðvestur af Reykjanesi í kvöld og haldi síðan för sinni áfram til austurs fyrir sunnan land og grynnist smám saman.

Veður
Fréttamynd

Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum

Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Kærkomin hvíld“ stóð ekki lengi yfir

Björgunarsveitarfólk fékk stutta hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag eftir annasama helgi. Seinni partinn í dag bárust björgunarsveitum á suðvesturhorni og á Norðurlandi útköll vegna ófærðar. Þetta segir í tilkynningu Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Innlent
Fréttamynd

„Það kom smá babb í bátinn“

Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi vegna óveðursins aflétt

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Færðin farin að spillast í efri byggðum borgarinnar

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkuð hafi verið um foktjón í veðrinu sem nú gengur yfir. Flest verkefni björgunarsveitanna hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn.

Innlent