Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Bomba í bleiku

Bjútíbomban Jennifer Lopez vakti verðskuldaða athygli á tískuvikunni í París í gær þegar hún kíkti á vor- og sumarlínu Valentino.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stórglæsileg í síðkjól

Kim Kardashian var stórglæsileg í bláum síðkjól þegar hún yfirgaf hótel sitt í Miami í gær. Síðkjólnum klæddist hún sérstaklega fyrir fjölskyldumyndatöku. Kardashian fjölskyldan hefur það fyrir sið að taka mjög reglulega mynd af allri stórfjölskyldunni, kannski ekki þessa klassísku eins og við flest þekkjum heldur stíliseraða og útpælda þar sem fagfólk sér um allt frá a - ö. Eins og sjá má var raunveruleikastjarnan flott að vanda.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nautnalegir á nærbuxunum

Þeir eru margir Hollywood-hönkarnir sem hafa auglýst nærfatnað. Eins og gefur að skilja eru þeir langt frá því að vera kappklæddir þegar þeir skella sér í módelhlutverkið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Haustið er án efa uppáhalds árstíð margra fyrir ýmsar sakir. Bæði er náttúran í sínu fegursta pússi, kertaljósin eru tendruð á ný eftir sumarbjartar nætur og síðast en ekki síst fyllast búðirnar af fallegum fatnaði fyrir veturinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Blái augnskugginn er kominn aftur

Eflaust héldu margir að blái augnskugginn myndi seint snúa aftur en sú er nú ekki raunin því hann er það heitasta á tískupöllunum um þessar mundir. Glansáferðin er reyndar ekki sú sama og áður var og stíllinn aðeins klassískari. Eins og sjá má hér er hann notaður sem breiður eyliner og er ekki hægt að segja annað en að hann komi vel út, eða hvað finnst þér?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Á fimmtíu pör af skóm

„Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dæmdi danskar fyrirsætur

„Við fengum símtal frá framleiðendum þáttanna og vorum beðnir um að vera með. Við slógum auðvitað til enda er þetta frábær auglýsing fyrir stofuna og skemmtileg reynsla,“ segir Kristinn Óli Hrólfsson. Hann rekur hárgreiðslustofuna Mugshot í Kaupmannahöfn ásamt Mike Nielsen. Þeir komu fram sem gestadómarar í þætti af sjónvarpsþáttaröðinni Danmarks Næste Topmodel á fimmtudag og sáu einnig um að breyta útliti keppenda þáttanna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hefur framleitt 700 stykki af Jóni forseta

"Þetta litla verkefni hefur aldeilis undið upp á sig,“ segir vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson en lágmyndir hans af Jóni Sigurðssyni hafa slegið í gegn undanfarið. Almar fékk hugmyndina fyrir tveimur árum er hann vantaði jólagjöf fyrir ættingja og vini. Hann var þá nemi í Listaháskóla Íslands í vöruhönnun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klikkað kjólastríð

Söngkonan Britney Spears og leikkonan Kerry Washington féllu báðar fyrir þessum gullfallega kjól frá Stellu McCartney en hvor er flottari?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Húsfyllir á haustkynningu

Mikil stemning og eftirvænting ríkti er ELLA, Oroblu, Grand Marnier og L'Oréal fögnuðu haustinu saman og frumsýndu haustlínur sínar í Ölgerðinni síðastliðinn fimmtudag. Gestir troðfylltu húsið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tvö líf með árlegan haustfagnað

"Við erum að halda upp á árlegan hautfögnuð eða í áttunda sinn, segir Sigga Lára annar eigandi verslunarinnar Tvö Líf í Holtasmára í Kópavogi sem býður 20% af öllum vörum hjá sér á morgun laugardag. "Það er alltaf mikið stuð og traffík hjá okkur þennan dag. Við bjóðum afsláttinn aðeins þennan eina dag (laugardag). Við fáum hana Kristínu Dögg stílista til liðs við okkur og ætlar hún að veita fría ráðgjöf og hjálpa þeim sem vilja að fullkomna sitt lúkk. Allir sem versla fara í lukkupott og munu fimm heppnir verða dregnir út og fá vörur úr verslun í verðlaun. Þá munum við bjóða upp á léttar veitingar," segir hún. Tvölíf.is

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stórskotalið tískunnar

Í dag er það svo að götutískan í kringum tískuvikurnar vekur næstum jafn mikla athygli og tískusýningarnar sjálfar. Bloggarar og ritstýrur keppast um athygli ljósmyndaranna á götum úti og sumir verða að stjörnum í kjölfarið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Síðkjóll við fjólublátt hárið - gengur það?

Söngkonan Christina Aguilera, 31 árs, var glæsileg á rauða dreglinum þegar hún tók á móti verðlununum á Alma verðlaunahátíðinni klædd í svartan Michael Kors kjól, Christian Louboutin skó Judith Leiber handtösku og Neil Lane skart. Þá var hún með fjólublátt tagl...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Marta María heimsótt

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason heimsækir Mörtu Maríu Jónasdóttur ritstjóra Smartlands í sjónvarsþættinum Heimsókn sem er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldum strax að loknum fréttum klukkan 18.55. Marta er nýflutt í fallegt einbýlishús í Brekkugerði í Reykjavík sem hún hefur innréttað á smekklegan hátt þar sem hún leyfir upprunalegum innréttingum að njóta sín.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Himinháir hnútar í hári

Sjörnurnar koma reglulega af stað nýjum tískubylgjum og er óhætt að segja að ein sú nýjasta sé að setja himinháa hnúta í hárið. Í meðfylgjandi mynd má sjá þær Kelly Osbourne og Kim Kardashian bjóða upp á þessa nýju greiðslu, hvor þeirra ber hana betur er þó ykkar að dæma.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hvað gerði hann við hárið á sér?

Leikarinn Jude Law vakti talsverða athygli þegar hann fékk sér göngutúr í London fyrir helgi. Sjarmörinn er nefnilega kominn með miklu þykkara hár en hann var með fyrir nokkrum mánuðum þegar hann kynnti nýjustu Sherlock Holmes-kvikmyndina. Þá var eins og karlinn væri að verða sköllóttur en nú er hann allt í einu kominn með hár – líkt og fyrir töfra.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jessie J krúnurakar sig fyrir gott málefni

Poppsöngkonan Jessie J hefur ákveðið að raka af sér allt hárið fyrir gott málefni og hún hefur ákveðið dagsetninguna. Jessie sagði aðdáendum sínum á Twitter-síðu sinni að hún ætli að krúnuraka sig á Degi rauða nefsins þann 1. mars á næsta ári.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Leður, leður og meira leður

Heitustu konurnar í Hollywood eru gjörsamlega ástfangnar af leðri og klæðast því á hvaða vegu sem er. Kíkið á myndirnar og fáið innblástur um hvernig hægt er að lúkka vel í leðri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu trendin beint af pöllunum

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá heitustu trendin fyrir næsta vor sem sýnd voru á tískuvikunni í New York sem nú er að ljúka. Gullið var afar áberandi sem og skæru litirnir rétt eins og þetta sumarið, magabolir, blómamunstur og margt fleira fallegt. Án efa eitthvað fyrir alla.

Tíska og hönnun