Opna vef um lífið í Reykjavík 21. október 2012 14:00 Aníta Eldjárn og Ragnheiður Guðmundsdóttir opna vefsíðuna reykjaviknights.com. Fréttablaðið/Stefán „Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum," segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur. Á heimasíðunni verða birtar myndir af viðburðum, götutísku, borgarlífinu og viðtöl við áhugavert og skapandi fólk. „Síðan er á ensku svo þetta er einnig hugsað fyrir útlendinga," segir Aníta. Fyrsti ljósmyndarinn til að sýna verk sín er hinn norski David Nikolaisen. „Hann er mjög hæfileikaríkur. Þetta er strákatískuþáttur sem er svolítið öðruvísi og kynlausari en Íslendingar þekkja," segir Aníta. Hún bætir við að sami stíllinn sé mikið ráðandi í íslenskri ljósmyndun og að þetta sé vettvangur til að kynna nýja stíla. Fyrsta viðtalið verður við fyrirsætuna Kolfinnu Kristófersdóttur sem hefur náð gífurlega langt í tískuheiminum að undanförnu. „Við forvitnuðumst um þennan bransa, hvað henni finnst um hann og hennar líf," segir Ragnheiður. Vinkonurnar eiga að baki langt samstarf og munu birta myndaþætti á vefsíðunni sem þær vinna. „Við höfum verið í svona dúlleríi að mála hvor aðra og taka myndir síðan við vorum litlar," segir Ragnheiður. Opnun Reykjavík Nights verður fagnað á Dolly í kvöld og hefst gleðin klukkan níu. „Ég verð að taka myndir sem enda að lokum á síðunni," segir Aníta sem hefur verið dugleg við að mynda bæjarlífið að undanförnu. - hþt Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum," segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur. Á heimasíðunni verða birtar myndir af viðburðum, götutísku, borgarlífinu og viðtöl við áhugavert og skapandi fólk. „Síðan er á ensku svo þetta er einnig hugsað fyrir útlendinga," segir Aníta. Fyrsti ljósmyndarinn til að sýna verk sín er hinn norski David Nikolaisen. „Hann er mjög hæfileikaríkur. Þetta er strákatískuþáttur sem er svolítið öðruvísi og kynlausari en Íslendingar þekkja," segir Aníta. Hún bætir við að sami stíllinn sé mikið ráðandi í íslenskri ljósmyndun og að þetta sé vettvangur til að kynna nýja stíla. Fyrsta viðtalið verður við fyrirsætuna Kolfinnu Kristófersdóttur sem hefur náð gífurlega langt í tískuheiminum að undanförnu. „Við forvitnuðumst um þennan bransa, hvað henni finnst um hann og hennar líf," segir Ragnheiður. Vinkonurnar eiga að baki langt samstarf og munu birta myndaþætti á vefsíðunni sem þær vinna. „Við höfum verið í svona dúlleríi að mála hvor aðra og taka myndir síðan við vorum litlar," segir Ragnheiður. Opnun Reykjavík Nights verður fagnað á Dolly í kvöld og hefst gleðin klukkan níu. „Ég verð að taka myndir sem enda að lokum á síðunni," segir Aníta sem hefur verið dugleg við að mynda bæjarlífið að undanförnu. - hþt
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira