Bók um íslenska fatahönnun 22. október 2012 09:00 Ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand einblínir á íslenska fatahönnuði í bókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Mynd/magnusandersen.co "Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og vegalega myndaþætti tíu hönnuði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. "Mér finnst þessir tíu hönnuðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt," segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í samvinnu við hönnuðina sjálfa, teiknara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bókina Icelandic Projects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfuhóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkomandi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og vegalega myndaþætti tíu hönnuði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. "Mér finnst þessir tíu hönnuðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt," segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í samvinnu við hönnuðina sjálfa, teiknara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bókina Icelandic Projects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfuhóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkomandi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira