Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Rakspíri úr íslenskum jurtum

Íslenskir karlmenn geta nú sprautað á sig Landa frá Reykjavik Distillery en ilmurinn er gerður úr íslenskum jurtum á borð við kúmen og fjallagrös. Fyrirtækið er þekktara fyrir áfengisframleiðslu, sem útskýrir nafnið á rakspíranum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klæddust sama kjólnum

Við sáum Emily Blunt klæðast dásamlegum appelsínugulum kjól frá Alexander McQueen rauða dreglinum fyrir verðlaunaafhendingu í október í fyrra. Í síðustu viku klæddist Kathy Perry sama kjól.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Smekkfólkið á fremsta bekk

Mikið hefur verið um dýrðir í New York borg síðastliðna viku þar sem tískuvikan fer fram með pompi og pragt. Þrátt fyrir að snjóstormurinn Nemo hafi herjað á íbúa borgarinnar láta gestir tískuvikunnar veðrið ekki stöðva sig í að klæða sig upp fyrir sýningarnar. Tískubloggarar, ritstjórar og innkaupafólk, sem var hvert öðru smekklegra, fylltu fremstu bekkina á helstu sýningunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Öðruvísi eyeliner

Við skyggndumst á bak við tjöldin hjá tískuhúsinu Rag & Bone og skoðuðum förðunina sem notuð var við nýjustu línu þeirra.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rennblaut á rauða dreglinum

Heppnin lék ekki við ungstirnið Jennifer Lawarence á BAFTA-verðlaununum í London í gærkvöldi. Þessi hæfileikaríka leikkona mætti rennandi blaut á rauða dregilinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kjólarnir á BAFTA

BAFTA verðlaunahátíðin var haldin í snjóstormi og kulda í London í gærkvöldi. Sumir létu kuldann ekki á sig fá en nokkrar stjörnur ákváðu að klæða sig eftir veðri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Áslaug ein sú áhrifamesta í NY

Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Selfyssingar meðvitaðir um mikilvægi hönnunar

"Ég var að byrja að vinna hjá nýsköpunardeild Matís þar sem við leggjum áherslu á að vinna með smáframleiðendum í matvælaiðnaði sem hafa hug á að auka við framleiðslulínu sína með nýjum vörum,“ segir Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og starfsmaður nýsköpunardeildar Matís en hún fer um þessar mundir af stað með nýstárlegt námskeið í rýmishönnun.

Tíska og hönnun