Landaði stórri auglýsingaherferð fyrir franskt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. mars 2013 09:30 Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira