Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig

Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjóð­heit föstu­dags förðunartrend

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg fylgist grannt með nýjum tískubylgjum innan förðunarheimsins og passar upp á að vera með puttann á púlsinum. Blaðamaður heyrði í honum og fékk hann til að deila nokkrum heitum og vinsælum förðunartrendum með lesendum Lífsins.

Lífið
Fréttamynd

FBI rann­sakar kyn­ferðis­glæpi tísku­mógúls

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið.

Erlent
Fréttamynd

Bætti stílinn með því að fækka í fötunum

Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir 2024

Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 

Lífið
Fréttamynd

Glamúr, glæsikerra og einkaþota á Bessa­staði

Fegurðar- og ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir lýsir yfir framboði til forseta Íslands, líkt og fjöldi þjóðþekktra Íslendinga síðstliðna daga. Sem nýkjörinn forseti myndi Ásdís klæða Bessastaði í glamúrgallann með nýrri glæsikerru, nýjustu tísku og förðunarteymi.

Lífið
Fréttamynd

„Sjúk­lega gaman að klæða sig í eitt­hvað rugl“

Lífskúnstnerinn og tískuáhugamaðurinn Krummi Kaldal var valinn einn af best klæddu Íslendingum ársins samkvæmt álitsgjöfum í grein á Vísi í síðustu viku. Hann elskar að leika sér með klæðaburð sinn og tekur honum ekki of alvarlega. Krummi er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Á maður ekki alltaf að stefna á toppinn?“

„Á maður ekki alltaf að stefna á toppinn?“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class spurð hvort hún stefni á að verða næsta íþróttavörulínudrottning landsins. Nýlega setti hún á markað nýja íþróttavöru- og lífstílslínu undir heitinu WCGW.

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu Ís­lendingarnir 2023

Stílhreint eða krassandi? Fágað, pönkað eða bæði og? Klæðaburður landsmanna var fjölbreyttur á árinu sem er senn að líða og mátti sjá ólíka stíla njóta sín sem og hinar ýmsu tískubylgjur. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Helga Þóra og Brynjar í ClubDub slá sér upp

Helga Þóra Bjarnadóttir, MRingur og tískuáhugakona, og Brynjar Barkason meðlimur ClubDub, eru að stinga saman nefjum. Parið hefur sést víða saman undanfarnar vikur ásamt því að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Lekker listamannaíbúð í Vestubænum

Glæsileg og mikið endurnýjuð sérhæð við Víðimel 58 í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Eignin er um 139 fermetrar að stærð með sérinngangi og bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Hildur Yeoman fer­tug og fabjúlöss

Fatahönnuðurinn og ofurdívan Hildur Yeoman fagnaði fertugsafmæli sínu og nýju hátíðarlínunni síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var í veislunni sem haldin var í versluninni Yeoman. Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp og skemmti gestum. 

Lífið
Fréttamynd

„Vil ekki vera eins og allir aðrir“

Töffarinn og hársnyrtirinn Íris Lóa Eskin er konan á bak við hárið á stórstjörnunni Bríeti. Íris Lóa býr yfir einstökum stíl og er óhrædd við að fara eigin leiðir en hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun