Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. mars 2024 11:30 Heiður Ósk eigandi Reykjavik Make Up School og Chilli in June er viðmælandi í Tískutali. Grafík/Vísir Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. Heiður Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Heiði. Grafík/Vísir Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Það má í raun segja að allt lífið mitt fyrir utan fólkið mitt sé í töskunni minni! Dagsdaglega er ég alltaf með risa tösku með öllu sem ég gæti mögulega notað yfir daginn og rúmlega það. Þessir helstu hlutir eru: -Tölvan mín þar sem ég vinn mikið on the go, hleðslutæki fyrir hana og síma -Hleðslukubbur fyrir síma, er sem sagt með mikinn kvíða yfir því að verða batteríslaus en ég vinn mikið í símanum yfir daginn og spana því upp batteríinu eins og enginn sé morgundagurinn. -Hárbursti, teygjur og spennur, fyrir manneskju með mikið hár er mikilvægt að halda því on point yfir daginn og ég enda oftast á því að henda því upp, þá er gott að vera með teygju eða spennur. -Glósu/skissubók og penni. Er alltaf eitthvað að brasa með teikningar af pakkningum eða hugmyndir, finnst gott að rissa það fyrst upp á blað áður en ég hendi því inn í tölvuna. -Vatnsbrúsi, hann má reyndar vera meira notaður en ég er að reyna að bæta mig aðeins í vatnsdrykkjunni og það friðar samviskuna helling að vera með vatnsbrúsa á mér þó hann sé ekki mikið notaður. -Vítamín, þar helst meltingarensím, en það er sagt að ‘’hot girls have stomach issues’’ og ég er mjög viðkvæm fyrir mörgu þannig það er gott að geta gripið í vítamínin sín ef maður ætlar að leyfa sér. -Lítil taska: Snyrtitaska með öllu hinu mikilvægasta fyrir touch up dagsins, hér má finna púður, sólarpúður, tvo til þrjá varablýanta og uppáhalds Chilli in June burstann minn. -Sólgleraugu, algjört möst -Tyggjó og varasalvi alltaf! -Ilmvatnið mitt xtra milk frá Dedcool -Er síðan alltaf með nokkra HOT Bronzera frá Chilli in June á mér ef vinum og vandamönnum vantar áfyllingu eins og sannur fyrirtækjaeigandi. -Síðan er það frægt orðið að það má alltaf finna að minnsta kosti 4 glossa á botninum eða flæðandi um stóru töskuna, ekki nóg með það að þeir séu í öllum vösum heldur er ég alltaf með birgðir í bæði bílnum og í töskunni. Heiður er alltaf með nokkra glossa á sér. Aðsend Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Ég reyni að geyma þá hluti sem mér þykir vænst um heima hjá mér eða á öruggum stað þar sem ég er algjör sauður og á það til að tína hlutum reglulega, en eins ósexy og það hljómar þá er síminn minn sá hlutur sem geymir flest af því mikilvægasta sem ég þarf á að halda. Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Sími, gloss, tyggjó, varablýantur og lyklar, er það ekki frekar beisikk? Þetta er alltaf í töskunni hjá Heiði. Aðsend Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Ég held ég verði að segja svarta Balenciaga City Bag, hún er passlega stór til að troða öllu fyrir sem ég þarf dagsdaglega og passar við allt, er búin að eiga hana í mörg ár og hún er mjög klassísk og töff. Balenciaga taskan er uppáhalds hjá Heiði. Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Já ég verð að taka til í stóru töskunni minni reglulega og fara yfir hana, annars fer allt í rugl. Ég reyni að gera það alla sunnudaga sem smá svona prepp fyrir vikuna, það hjálpar mér líka til við að halda skipulagi yfir það sem ég þarf að gera í vikunni. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Já ég er alltaf með eina stóra Mary Poppins tösku og er oft að hlaða í minni töskur í henni. Stundum þarf maður að hoppa á viðburði á miðjum degi og þá er mjög gott að geta skipt yfir í minni tösku sem geymir það allra mikilvægasta. Heiður er alltaf með góða Mary Poppins tösku á sér sem flest allt kemst í. Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Alltaf stór! Og minni töskurnar fara þá í stóru. Ég ferðast aldrei létt og hefur það oft komið mér í klandur. En ég vil alltaf vera viðbúin öllu og geta hoppað auðveldlega á milli staða ef eitthvað kemur upp á. Það hefur að minnsta kosti aldrei komið niður á mér að vera með stóra tösku og nóg af dóti í henni! Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Hár og förðun Tengdar fréttir Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. 21. mars 2024 11:30 Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31 Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30 Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31 Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Heiður Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Heiði. Grafík/Vísir Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Það má í raun segja að allt lífið mitt fyrir utan fólkið mitt sé í töskunni minni! Dagsdaglega er ég alltaf með risa tösku með öllu sem ég gæti mögulega notað yfir daginn og rúmlega það. Þessir helstu hlutir eru: -Tölvan mín þar sem ég vinn mikið on the go, hleðslutæki fyrir hana og síma -Hleðslukubbur fyrir síma, er sem sagt með mikinn kvíða yfir því að verða batteríslaus en ég vinn mikið í símanum yfir daginn og spana því upp batteríinu eins og enginn sé morgundagurinn. -Hárbursti, teygjur og spennur, fyrir manneskju með mikið hár er mikilvægt að halda því on point yfir daginn og ég enda oftast á því að henda því upp, þá er gott að vera með teygju eða spennur. -Glósu/skissubók og penni. Er alltaf eitthvað að brasa með teikningar af pakkningum eða hugmyndir, finnst gott að rissa það fyrst upp á blað áður en ég hendi því inn í tölvuna. -Vatnsbrúsi, hann má reyndar vera meira notaður en ég er að reyna að bæta mig aðeins í vatnsdrykkjunni og það friðar samviskuna helling að vera með vatnsbrúsa á mér þó hann sé ekki mikið notaður. -Vítamín, þar helst meltingarensím, en það er sagt að ‘’hot girls have stomach issues’’ og ég er mjög viðkvæm fyrir mörgu þannig það er gott að geta gripið í vítamínin sín ef maður ætlar að leyfa sér. -Lítil taska: Snyrtitaska með öllu hinu mikilvægasta fyrir touch up dagsins, hér má finna púður, sólarpúður, tvo til þrjá varablýanta og uppáhalds Chilli in June burstann minn. -Sólgleraugu, algjört möst -Tyggjó og varasalvi alltaf! -Ilmvatnið mitt xtra milk frá Dedcool -Er síðan alltaf með nokkra HOT Bronzera frá Chilli in June á mér ef vinum og vandamönnum vantar áfyllingu eins og sannur fyrirtækjaeigandi. -Síðan er það frægt orðið að það má alltaf finna að minnsta kosti 4 glossa á botninum eða flæðandi um stóru töskuna, ekki nóg með það að þeir séu í öllum vösum heldur er ég alltaf með birgðir í bæði bílnum og í töskunni. Heiður er alltaf með nokkra glossa á sér. Aðsend Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Ég reyni að geyma þá hluti sem mér þykir vænst um heima hjá mér eða á öruggum stað þar sem ég er algjör sauður og á það til að tína hlutum reglulega, en eins ósexy og það hljómar þá er síminn minn sá hlutur sem geymir flest af því mikilvægasta sem ég þarf á að halda. Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Sími, gloss, tyggjó, varablýantur og lyklar, er það ekki frekar beisikk? Þetta er alltaf í töskunni hjá Heiði. Aðsend Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Ég held ég verði að segja svarta Balenciaga City Bag, hún er passlega stór til að troða öllu fyrir sem ég þarf dagsdaglega og passar við allt, er búin að eiga hana í mörg ár og hún er mjög klassísk og töff. Balenciaga taskan er uppáhalds hjá Heiði. Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Já ég verð að taka til í stóru töskunni minni reglulega og fara yfir hana, annars fer allt í rugl. Ég reyni að gera það alla sunnudaga sem smá svona prepp fyrir vikuna, það hjálpar mér líka til við að halda skipulagi yfir það sem ég þarf að gera í vikunni. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Já ég er alltaf með eina stóra Mary Poppins tösku og er oft að hlaða í minni töskur í henni. Stundum þarf maður að hoppa á viðburði á miðjum degi og þá er mjög gott að geta skipt yfir í minni tösku sem geymir það allra mikilvægasta. Heiður er alltaf með góða Mary Poppins tösku á sér sem flest allt kemst í. Aðsend Stór eða lítil taska og afhverju? Alltaf stór! Og minni töskurnar fara þá í stóru. Ég ferðast aldrei létt og hefur það oft komið mér í klandur. En ég vil alltaf vera viðbúin öllu og geta hoppað auðveldlega á milli staða ef eitthvað kemur upp á. Það hefur að minnsta kosti aldrei komið niður á mér að vera með stóra tösku og nóg af dóti í henni!
Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Hár og förðun Tengdar fréttir Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. 21. mars 2024 11:30 Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31 Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30 Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31 Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. 21. mars 2024 11:30
Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31
Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30
Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31
Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30