Haukar og Keflavík geta bæði komist í undanúrslitin í kvöld Haukar og Keflavík geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Bæði lið komust í 1-0 um helgina í einvígum sínum í sex liða úrslitum en það lið kemst áfram sem fyrr vinnur tvo leiki. Körfubolti 8. mars 2010 16:30
IE-deild kvenna: Góður sigur Hauka í Grindavík Haukastúlkur fóru góða ferð til Grindavíkur í dag þar sem þær unnu mikilvægan sigur á heimastúlkum í umspili Iceland Express-deildar kvenna. Körfubolti 6. mars 2010 16:35
Keflavíkurkonur unnu Snæfell í fyrsta leik Keflavík vann Snæfell í fyrstu viðureign liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar í kvennakörfunni. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslit. Körfubolti 5. mars 2010 20:39
Snæfell í úrslitakeppni kvenna í fyrsta sinn - sex liða úrslitin klár Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 25 stiga sigur á Val, 58-83, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Haukakonur hjálpuðu Hólmurum með því að vinna 33 stiga sigur á heimakonum í Njarðvík. Körfubolti 2. mars 2010 20:33
Hamar tryggði sér annað sætið með stórsigri í Keflavík Hamarskonur unnu 16 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld, 85-101, og tryggðu sér þar með annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. KR vann 66-45 stiga sigur á Grindavík í hinum leik A-deildarinnar en KR-konur voru fyrir nokkru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Körfubolti 2. mars 2010 20:31
Barist um sætin inn í úrslitakeppnina í kvöld Það verður mikil spenna í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar það ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina, hvaða lið situr hjá í fyrstu umferð ásamt deildarmeisturum KR og hvaða lið mætast í sex liða úrslitunum sem hefjast um næstu helgi. Körfubolti 2. mars 2010 16:30
IE-deild kvenna: Hamar vann deildarmeistarana í DHL-Höllinni Hún var súrsæt stemningin hjá körfuboltaliði KR í kvöld. Liðið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í deildinni eftir að liðið tapaði á móti Hamar, 69-72. Þetta var aðeins annað deildartap KR í vetur í nítján leikjum en liðið var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir nokkru síðan. Körfubolti 24. febrúar 2010 21:03
Haukakonur bikarmeistarar í dag - myndaveisla Ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson var í Laugardalshöllinni í dag þegar Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fimmta sinn með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleiknum. Körfubolti 20. febrúar 2010 22:00
Telma, fyrirliði Hauka: Þetta var alveg geggjað Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka, var ótrúleg í fráköstunum í seinni hálfleik í 83-77 sigri Hauka á Keflavík í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Telma tók ellefu fráköst þar af átta þeirra í sókn auk þess að skora tíu stig. Körfubolti 20. febrúar 2010 13:52
Haukakonur einu stigi yfir í hálfleik á móti Keflavík Lið Hauka og Keflavíkur hafa skipt ítrekað á að hafa forustuna í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Haukar eru með eins stigs forustu í hálfleik, 46-45, eftir að Keflavík var einu stigi eftir fyrsta leikhlutann, 19-20. Körfubolti 20. febrúar 2010 13:47
Haukakonur bikarmeistarar í fimmta skiptið Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Keflavík var talið sigurstranglegra fyrir leikinn en þær áttu ekki svör við baráttuglöðm Haukakonum. Körfubolti 20. febrúar 2010 13:46
Kristi Smith: Búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. Körfubolti 20. febrúar 2010 13:00
Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Körfubolti 20. febrúar 2010 12:30
Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Körfubolti 20. febrúar 2010 12:00
IE-deild kvenna: KR sótti sigur í Keflavík Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í dag. Deildarmeistarar KR voru ekkert á þvíað gefa eftir þó svo titillinn sé þeirra því KR sótti flottan sigur til Keflavíkur í dag. Körfubolti 13. febrúar 2010 18:17
Fjórir leikir í kvennakörfunni í dag Einir fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild kvenna í dag og eru toppliðin að keppa innbyrðis. Körfubolti 13. febrúar 2010 11:00
KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með 23 stiga sigri á Grindavík, 68-45, í DHL-Höllinni í kvöld. Grindavík var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en nú tíu stigum á eftrir KR þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Körfubolti 10. febrúar 2010 19:04
Jóhann: Hver er í sínu horni og allar á einhverju egótrippi Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið sitt hafi ekki unnið saman sem lið í fjórtán stiga tapi á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík hafði unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni en náði ekki að framlengja sigurgönguna í kvöld. Körfubolti 3. febrúar 2010 22:15
Jón Halldór: Það er eintóm gleði hjá okkur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður eftir öruggan og sannfærandi sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík náði mest 26 stiga forskoti og sjöundi sigurinn í sjö leikjum á árinu 2010 var aldrei í hættu. Körfubolti 3. febrúar 2010 21:28
IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor leikja kvöldsins Keflavík vann Suðurnesjauppgjörið við Grindavík í kvöld. Keflavíkurstúlkur ávallt nokkrum skrefum á undan og lönduðu sanngjörnum sigri. Körfubolti 3. febrúar 2010 21:00
Heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram í kvöld? Heil umferð fer fram í Iceland Express deild í körfubolta í kvöld þegar önnur umferð A- og B-deildanna fer fram. Hamar og KR töpuðu í síðustu umferð og mætast í Hveragerði á sama tíma og tvö heitustu liðin, Keflavík og Grindavík, spila í Toyota-höllinni í Keflavík. Í B-deildinni mætast Valur-Njarðvík og Snæfell-Haukar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Körfubolti 3. febrúar 2010 16:30
Haukakonur í bikarúrslit Kvennalið Hauka komst í kvöld í úrslit Subway-bikarsins í körfubolta með því að leggja Njarðvík 73-41 í undanúrslitaleik sem fram fór í Hafnarfirði. Körfubolti 31. janúar 2010 20:47
IE-deild kvenna: Fyrsta tap KR-stúlkna í vetur Þau undur og stórmerki áttu sér stað í Iceland Express-deild kvenna í kvöld að KR tapaði. Það hefur ekki gerst áður í vetur. Körfubolti 27. janúar 2010 20:53
Keflavíkurkonur fá stórt próf á móti toppliði KR í kvöld A- og B-deild Iceland Express deildar kvenna hefjast í kvöld með fjórum leikjum og stórleikur kvöldsins er á milli KR og Keflavík í DHL-höllinni þar sem Keflavíkurkonur fá stórt próf. Körfubolti 27. janúar 2010 17:00
Grindavíkurstelpur yfir hundrað stigin í fyrsta leik Skibu Grindavík, Hamar og KR unnu öll örugga sigra í Iceland Express deild kvenna í kvöld en þessi þrjú lið voru þegar búin að tryggja sér sæti í A-deildinni nú þegar deildinni verður skipt í tvennt. Körfubolti 20. janúar 2010 18:09
Keflavík gulltryggði sætið í A-deildinni - burstaði Hauka Keflavíkurkonur tryggðu sér 4. sætið og þar með sæti í A-deild með 85-65 stórsigri á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Þetta var síðasta umferðin áður en deildinni er skipt í tvo hluta en með Keflavík í efri hlutanum verða KR, Grindavík og Hamar. Körfubolti 20. janúar 2010 18:08
Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ. Körfubolti 17. janúar 2010 14:00
Hamar þriðja kvennaliðið til að bæta við sig erlendum leikmanni Það er ljóst að samkeppnin er að harðna í Iceland Express deild kvenna eftir að þrjú af átta liðum deildarinnar hafa bætt við sig erlendum leikmanni á síðustu vikum. Hamar hefur nú bæst í hóp með Haukum og Grindavík því Julia Demirer er á leiðinni aftur til liðsins. Körfubolti 15. janúar 2010 11:30
Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð? Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð. Körfubolti 14. janúar 2010 14:00
IE-deild kvenna: KR-stúlkur enn ósigraðar Sigurganga KR-stúlkna í Iceland Express-deild kvenna hélt áfram í kvöld er liðið lagði Hamar, 77-49, á heimavelli sínum í Vesturbænum. Körfubolti 13. janúar 2010 21:18