Aftur neitaði Amoroso að taka í hönd Stjörnumanna Ryan Amoroso, leikmanni Snæfells, virðist vera eitthvað illa við Stjörnumenn því annan leikinn í röð neitaði hann að taka í hönd fulltrúa Stjörnunnar eftir viðureign liðanna. Körfubolti 29. mars 2011 22:58
Fannar: Við getum unnið titilinn Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. Körfubolti 29. mars 2011 22:36
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 29. mars 2011 22:21
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. Körfubolti 29. mars 2011 21:00
Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. Körfubolti 29. mars 2011 16:49
Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 29. mars 2011 16:22
1-0 fyrir KR - myndir KR vann fyrsta bardagann gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express-deildar í gær. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið afar skrautlegur. Körfubolti 29. mars 2011 07:00
Hrafn Kristjáns: Þetta eru stríðsmenn og reynsluboltar Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var ekki lengi að svara þegar hann var spurður að því eftir sigurinn gegn Keflavík hvað hann hafi verið ánægðastur með hjá sínu liði í leiknum. Körfubolti 28. mars 2011 22:01
Guðjón Skúlason: Menn vita hvað þarf að laga Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, telur að það hafi ekki farið of mikil orka í frábæra byrjun sinna manna í DHL-höllinni í kvöld. Skýringin sé önnur. Keflvíkinga léku á alls oddi í fyrsta leikhluta gegn KR en í þeim öðrum vöknuðu heimamenn. Körfubolti 28. mars 2011 21:59
KR með góðan sigur á Keflavík KR er komið með 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Keflavík eftir sigur. 87-79, gegn í Frostaskjólinu í kvöld. Körfubolti 28. mars 2011 21:03
Sigurður: Gaman að fá einhvern til að slást við Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherjinn sterki í liði Keflavíkur, óttast ekki að rimman gegn ÍR í fjórðungsúrslitum Iceland Express-deild karla muni sitja í liðinu þegar það mætir KR í fyrsta leik í undanúrslitum í kvöld. Körfubolti 28. mars 2011 15:30
Fannar: Verður ekki fallegur körfubolti Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, á von á hörkuleik gegn Keflavík er liðin mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 28. mars 2011 14:15
Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt "Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu. Körfubolti 27. mars 2011 22:11
Fannar Helgason var ánægður með sigurinn "Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju. Körfubolti 27. mars 2011 22:08
Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist. Körfubolti 27. mars 2011 20:54
Aðeins einu víti frá Suðurnesjalausum undanúrslitum Það munaði ótrúlega litlu að ÍR-ingar hefði slegið Keflvíkinga út úr átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í gær og séð til þess að ekkert Suðurnesjalið hafi verið í undanúrslitunum sem hefjast um helgina. Körfubolti 24. mars 2011 17:30
Sigurður Gunnar besti Íslendingurinn í 8 liða úrslitunum Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði hæstu framlagi íslensku leikmannanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla sem lauk með þremur oddaleikjum í gærkvöldi. Sigurður Gunnar var 0.5 framlagsstigum á undan KR-ingnum Pavel Ermolinskij og aðeins Kelly Biedler hjá ÍR og Marcus Walker hjá KR skiluðu meira til sinna liða í þessum leikjum. Körfubolti 24. mars 2011 16:00
Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. Körfubolti 24. mars 2011 14:45
Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson eru báðir hættir Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna og spiluðu því sína síðustu leiki á ferlinum í einvíginu á móti KR í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Karfan.is greinir frá þessu í dag. Körfubolti 24. mars 2011 14:15
Yngvi kom báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum eftir að bæði lið félagsins unnu úrslitaeinvígi sín á síðustu tveimur dögum. Yngvi Gunnlaugsson er þjálfari beggja liðanna og kom því báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum. Körfubolti 24. mars 2011 11:30
Stjörnumenn sendu Grindvíkinga í sumarfrí Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni á heimavelli í hörkuleik í gærkvöldi. Körfubolti 24. mars 2011 08:45
Guðjón: Við eiginlega stálum sigrinum „Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik. Körfubolti 23. mars 2011 23:43
Kjartan: Í þessu til að hitta úr stóru skotunum Stjörnumaðurinn Kjartan Atli Kjartansson átti ansi stóran þátt í sigri sinna manna í Röstinni í kvöld. Hann setti niður rosalegan þrist þegar öðrum leikmönnum virtist fyrirmunað að skora. Körfubolti 23. mars 2011 22:30
Gunnar: Hefðum átt að klára dæmið í venjulegum leiktíma "Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90. Körfubolti 23. mars 2011 22:27
Þorleifur: Við vorum lélegir Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn. Körfubolti 23. mars 2011 22:25
Sigurður: Þetta var aldrei spurning í lokin „Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. Körfubolti 23. mars 2011 22:23
Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel "Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells. Körfubolti 23. mars 2011 22:09
Nonni Mæju: Ingi tók okkur á góðan fund „Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld. Körfubolti 23. mars 2011 22:06
Snæfell mætir Stjörnunni og KR leikur við Keflavík Nú þegar fjórðungsúrslitunum í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla liggja fyrir er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitunum sem hefjast á sunnudagskvöldið. Körfubolti 23. mars 2011 21:37
Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum. Körfubolti 23. mars 2011 21:06