Körfubolti

Magnús má ekki spila í DHL-höllinni á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson. Mynd/Stefán
Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson verður fjarri góðu gammni í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í DHL-höllinni á morgun en hann var í gær dæmdur í eins leiks bann.

Magnúsi var vikið úr húsi í öðrum leikhluta í leik gegn Snæfelli í Iceland Express-deildinni á föstudagskvöldið var. Keflavík vann leikinn á endanum eftir framlengingu.

Keflvíkingar hafa verið á flugi að undanförnu og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna öruggan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík.

Darnell Hugee, bandarískur leikmaður Vals, fær einnig einn leik í bann en honum var vikið úr húsi í leik gegn Keflavík í Lengjubikar karla á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×